ohhh....

......ég sem ætlaði að fara á leikinn og horfa á flóðhestinn Henry Birgir rigna niður með lappann.  Hvað ætli honum hafi samt verið lofað mörgum rækjusamlokum?
mbl.is Yfirlýsing frá KSÍ og SÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Selfoss afmæli

Selfoss á 60 ára afmæli á þessu ári, haldið verður uppá það um helgina. hér er hægt að sjá veglega dagskrá.  T.d. er diskó á föstudagskvöld og 13 ára aldurstakmark...........

 

22.00 - 01.00: Unglingadiskótek
OJ Búni stjórnar unglingadiskóteki í Tryggvaskála fyrir 13 til 18 ára, áfengisbann gildir og vera unglinga á staðnum er háð leyfi foreldra

 

.......væri maður ekki svolítið vonsvikinn, ef maður væri orðin 13 ára og kæmi á diskó og það mætti ekki hella sig fullann!!! 

 


fordómalaust......

 

Hver ætlar að taka það að sér að láta hann vita hvað nafnið þýðir á íslensku og hann ætti að finna sér annað land til að koma sér á framfæri.


mbl.is Úthverfafegurð í Reykjavík og Tókýó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkur

Veit einhver hvað líkamsræktarstöðin Styrkur á Selfossi hét áður en ég gerðist félagi í hollvinasamtökunum hjá þeim? Vill reyndar hvetja fólk til að gerast félagar, þú borgar aðeins 3.900 kr á mánuði og getur komið hvenær sem er þangað, fengið kaffi og horft á misfeitt fólk hlaupa.

Allt má nú sameinast um

 

Hvernig er það........getur þetta fólk ekki fundið sér annan bar til að hanga á ?


Elín Hirst

 

Ég verð nú að vera sammála henni Elínu Hirst í nýjasta tölublaði “Nýtt Líf” þar segir hún “Mér finnst ég alltaf vera 17 ára”...................... humm....... allavega furðulegt að skrifa þetta.


líður eins og Megas

Þá er maður loksins kominn heim, mikið verður nú gott að eyða helginni heima.  Það örlar á því að mér líði eins og Megas leið í Reykjavíkurnætur.  Ferðin með Norrænu gekk glymrandi vel, fínt að ferðast í bát, það sparar manni tíma.  Það er of tímafrekt að standa í röð, raðir á flugvöllum eru svo íþyngjandi.

 Það iljaði mér um hjartarætur að lesa öll e-mailin frá ykkur, allar áskoraninar um að halda áfram að blogga.  Ég vill endilega mynna ykkur á forsetakosninganar sem verða í vor og hvet ykkur eindreigið til að skora á mig að fara fram.  Ég mun verða landi og þjóð til sóma.............ef ég verð kosinn..........annars ekki.  Tökum þetta nú á Herbalife, maður á mann og komasvo.

Ferðahandbók, fyrri kafli.

Eftir viku dvöl í Reykjavík langaði mig aftur heim.  Ég veit ekki afhverju ég fór norðurleiðina, en úr því sem komið er, er ég ánægður. 

Ég hafði tekið eftir því að á hringferð minni voru allir hamborgarar eins og allar aspassúpur með hæfilegu magni af Óskars kjötkrafti og trénuðum Ora aspas úr dós.  Þannig að það sem ofan í mann fer er eins, en staðurinn sem því er skilað á er það ekki og fer hér á eftir fyrri kafli úr óútgefinni ferðahandbók:

  

Hin sjoppan í Borgarnesi er mun skemmtilegri en Hyrnan, sem geymir flest það súra við íslenska ferðaþjónustu.  En hin sjoppan er með snyrtilega snyrtingu, en þó aðeins eitt klósett til að kúka á og var ég þar á löngum köflum hálf einmanna.

  

Flestir ferðamenn sjá Staðarskála sem sinn áningarstað og er það vel.  Þar eru reyndar frekar þreytulegar grænar flísar niður tröppunar á salernið, en af salerninu er fallegt útsýni yfir heiði, á og rafmagnslínu.  Þar eru þrjú klósett sem hægt er að loka að sér og þrjár skálar, auk einnar barnaskálar, en segja má að það sé standard íslenskt-hringvegar-klósett.  Reyndar var full mikið bergmál inni á klóseti fyrir minn smekk, sem Frakkar, er ég átti spjall við, hafi ekki verið mér sammála.

  

Í Essó-skálanum á Blönduósi er klósetin flíslögð í hólf og gólf, mikið opið rými á milli klósetta þannig að lykt dreifist vel á milli svæða.  Þar er einnig mjög notarlegt að sitja og hlusta á spilakassana frammi.

  

Gaman er að koma í Varmahlíð, þar tekur á móti manni mahoni-hurð að salerninu og er skemmtilegt hvernig hún dýpkar pissulyktina sem inni á klósetti er, já þeir vita hvað þeir vilja hjá kaupfélagi Skagfirðinga.  Svo þegar út af klósettinu er komið, blasir við smurbrauðs kælirinn með öllum sínum kræsingum.

  Glerártorg á Akureyri skartar stærsta klósetti hringvegarinns.  Það er rúmt og gott, hátt uppí neðra þil á milli klóseta sem auðveldar mjög að sjá hverslags manneskja er á næsta klósetti og þarf aðeins að halla höfði örlítið til að sjá skó og buxur “nágrannans”.  Vill ég hvetja verta framtíðarinnar að hafa þetta í huga, ca 40 cm frá gólfi að neðri brún.

Frá Glæsibæ að Austurvelli

Reykjavíkurborg er eins og Árborg falleg á að líta og flestir vilja þar búa.  Það er kannski engin tilviljun að þetta séu einu borginar á Íslandi.  Byrjaði að sjálfsögðu á að fara í Glæsibæ, alltaf jafn skemmtilegt að koma þangað.  Glæsibær er sannkallað fjölmenningarsamfélag, gítarspil á hverju horni, krakkar að dansa tangó, götulistamenn, töframenn, hópur af kínverjum í leikfimi, pakistani að selja nýbrenndar hnetur, færeyingar að dansa viggivagga og frumbyggjar Ástralíu að blása í gegnum rör. 

Í Glæsibæ voru fermingarfötin mín keypt, grá jakkaföt, hvít skyrta, fjólublátt bindi og hinir krakkanir sögðu að það væri hommalegt.

 Tók leiðbeiningum um að skoða eitthvað nýtt og fór niður í bæ, þar var enn meira að fólki.  Einn af fyrstu mönnunum spurði mig hvort ég ætti 200 kr, en það átti ég einmitt ekki.  Sá að hann fékk penning hjá konunni sem kom á eftir mér, svo ég var fljótur að hugsa og stökk fyrir framan þennan mann og var á undan honum að spyrja alla hvort þeir ættu 200 kr.  Í stuttu máli þá gjörsamlega átti ég svæðið, fékk allan peninginn, en hann ekki neitt.

 Kannski ekki alveg sanngjarnt af mér að monta mig á að hafa fengið langtum meiri pening en hann, þar sem ég var mun betur klæddur en hann og fólk vill frekar umgangast þá sem eru vel klæddir.

 Varð mjög hissa á að búið væri að gera styttu af Jóni Sigurðssyni strax, hann reyndar rústaði Framsókn og á þessvegna kannski allveg skilið styttu strax.Fékk mér svo herbergi á hótel Borg fyrir allan peningiunn sem ég græddi og ætla aftur í fyrramálið að fá 200 kall hjá fólki.

af leið

Það er margt fyndið og skemmtilegt búið að gerast í þessari ferð og þorpin misjöfn eins og þau eru mörg.  En á Sauðarkróki átti að berja mig af unglingahóp, því þau héldu að ég væri Hallgrímur Helgason, það fannst mér ekki fyndið.  Ung stelpa í hópnum sem var með greindarvísitölu upp á ca 80 og kom mér þess vegna til varnar, sagði að Hallgrímur væri sköllóttur og að ég væri ekki alveg sköllóttur.  Ég hélt kúlinu og labbaði rólega inn í bíl, setti bílinn í gang, lækkaði í útvarpinu.  Horfði beint fram, skrúfaði niður rúðuna og setti á mig beltið.  Leit svo í átt til unglingana, kinkaði þrisvar sinnum kolli og öskraði svo “Geirmundur Valtýrs býr hér”  og reykspólaði í burtu,  þau horfðu á eftir mér alveg mát.

  Ætlaði síðan að drífa mig á Skagaströnd en áttaði mig á að sennilega væri ég kominn af leið er ég keyrði svangur í gegnum Hvalfjarðargöng og tók þessvegna ekki í mál að borga.  Ætla að gista í Mosfellssveit í nótt og halda sem leið liggur í Reykjavíkurborg í fyrramálið, en Reykjavík er jú hin borgin á Íslandi.  Þannig að ég ætti að kunna vel við mig þar.  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband