24.6.2007 | 17:38
Sólarlaus Sigló
Það er hreint með ólíkindum að Siglufjörður skuli en vera skrifað með stórum staf. Þetta er vægast sagt furðulegur staður, hann er lokaður fjöllum allt um kring og yfir honum þoku-skýja-mistur sem ver íbúa fyrir sólu. Þannig að á Siglufirði skín aldrei sól, að mér skilst. En þrátt fyrir að vera í hálfgerðu losti allan þann tíma sem ég héf verið á Siglufirðu, þá er það þó svo, að það sem er alslæmt getur best kennt manni. Núna veit ég hvað Sveinn verkstjóri var að meina, þegar ég kom með hugmynd af nýju vaktaplani og hann svaraði troddu vaktaplaninu þangað sem sólin aldrei skín........ ég var lengi hugsi yfir þessu........en veit núna að hann var að meina Siglufjörð.
Ætlaði að fara í alþýðuhúsið og athuga með dansleik, var búinn að heyra vel látið að dansleikjum þar. En það var búið að slangra alþýðuhúsið og heitir það núna Allinn og vertinn heitir Halli og hann var alveg sammála mér að hann hagnaðist á okkar viðskiptum. Samt alveg dýrleg svínasteikin hjá honum og hann svo yfirmáta sáttur með sína töfra-perlu.
Svo sagði Halli mér að Sauðakrókur væri en verri staður en Sigló, ég ætla að tjekka á því.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
22.6.2007 | 11:15
Kveð Akureyri..... varla sami maður.
Annars var dansleikurinn ágætur, bauð mörgum stelpum upp í dans og var góður rómur gerður að fótafimi minni, áður en ég var tekinn úr umferð.
Er að spá í að renna inná Siglufjörð, sem einu sinni þótti töff, það var svo töff að fólkið þar fann upp slangur í íslenskri tungu. Þau voru svo rosalega þreytt þarna í gamla daga, því það voru allir að vinna 16 tíma á dag í síldinni, að þau fóru að segja Sigló, Strætó osfrv nenntu ekki að segja Siglufjörður og Strætisvagn. En nú held ég að þessi staður sé ekki töff, hlakka til að sjá skrýtna fólkið sem varð eftir þegar síldinn fór, fólkið sem heldur að síldinn komi aftur. Fólkið sem vaknar á morgnana og spyr hvort annað jæja...er síldin nokkuð komin?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
16.6.2007 | 23:44
vinna sér inn aur
Vaknaði á Akureyri. Betra að vakna þar en sofna. Fékk mér lúku af kandís í morgunmat og burstaði svo vel tennunar. Keyrði inn fjörðinn og rukkaði moggann hjá bændum, það gekk mjög vel og sérstaklega vel hjá þeim sem voru áskrifendur af mogganum. Fékk það út að áskrifendur moggans eru mjög gestrisið fólk og þau eru vingjarnlegri og kurteisari en annað fólk. Fékk m.a hótun um að á mig yrði sigað löggu ef ég ekki hypjaði mig úr Eyjafirði, frá einum sem ekki var áskrifandi. Á einum bænum var mér boðið inn í kaffi og pönnukökur, það er alveg ótrúlegt hvað ég get borðað mikið af pönnukökum þegar ég byrja. Húsfreyjan hafði vart undan að baka ofan í mig og hikstandi kenndi ég heimilisfólkinu svo á tölvu.
Þegar ég svo aftur kom inn á Akureyri voru þeir byrjaðir að halda upp á 17. júní, eins og meðfylgjandi mynd sannar. Þeir segjast alltaf halda upp á hann þann 16. júní. Einu svörin sem ég fékk þegar ég spurði afhverju var við þurfum nú ekki að vera eins og þeir fyrir sunnan
Ætla að kíkja á dansleik á eftir og er orðinn fullur eftirvæntingar að fara dans við heimasætur höfuðstað norðurlands.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
15.6.2007 | 23:08
Furðulegt bæjarstæði, Akureyri.
Þorpsróninn á Akureyri tók á móti mér með svip þess sem heldur að það sé verið að skipta um þorpsróna. Enda klukkan 05.50 þegar ég nýkominn í þorpið rölti niður göngugötuna og mætti þessum ógæfumanni. Ég spurði hann hvort hann væri búinn að kjósa, það kom aðeins á hann, en svo sagðist hann hafa kosið Kristján. Ég héld hann hafi ekki einusinni verið fæddur þegar Kristján varð forseti. Fór niður á tjaldstæði, flestir sofnaðir, nema þrír verðandi ógæfumenn. Ég keyrði rólega inn á tjaldstæði, skrúfaði niður allar rúður á bílnum og setti geisladiskinn með hæ hó jibbí jæ jó jebbí jeii það er komið 17 júní í græjunnar og sett þær í botn í 7 sekúndur og slökkti svo. Velti því aðeins fyrir mér hvað margir séu að dreyma candyflos núna og eins hvað margir vakna í fyrramálið með svonefnda dagatals-röskun. Áðurnefndu þrír verðandi rónar komu og spurðu mig hvað mér gengi til, ég endur tók hvað gengur mér til getið þið ekki bara talað eins og aðrir unglingar, spurði ég og keyrði burt af tjaldstæðinu, sáttur að fá ekki svar vegna hræðslu við þessa unglinga.
Fór í verslunarmiðstöðina, orðin svangur en aðeins 11.000 kr eftir, bíllinn tómur og rækjusamlokunar búnar og því óvíst hvernig viðrar á morgun. Hefðbundnar úti-á-landi-tískubúðir. Fjórir krakkar fyrir utan versunarmiðstöðina að selja sinn varning í gegnum eitthvað númera kerfi, aumingja börninn hugsaði ég og á útlitinu að dæma voru þetta sígunar. En harðmælgi þeirra og dónaskapur leyndi því ekki að hér voru börn Eyfirskra manna.Nú fannst mér kominn tími til að sýna þeim hver væri bestur að prútta í þessum bæ. Ekki láta einhverja króa eiga neitt inni hjá mér og náði því í stígvelin grænu.
Eftir fimm mínútur voru krakkanir orðnir sannfærðari en ég að þetta væru töfrastígvel. Ég fór sáttur með ora baunir, humar-ora-súpu tvær dósir, kandís, tveggja metra dúk, playmokall og tvær perlur. Mætti Austurríska á leiðinni út á bílastæði, það fer honum ofsalega illa að brenna og þess vegna hefur kærastann sennilega yfirgefið hann. Mér fannst á svip hans að það væri frekar þungt yfir honum, en það héld ég hann þurfi að greiða skildinginn fyrir töfrastígvelin.
Ætlaði að fá mér kvöldmat á Bautanum, en þýska stelpan í afgreiðslunni misskildi mig eitthvað og ég hætti við þegar hún bauð mér inn í þennan sal. Mér er sama hvað þau eru að bardúsa á Akureyri, en ég fer ekki inn í sal með svona stólauppstillingu. Þau meiga eiga sinn félagsskap í friði. Fyllti bílinn fyrir tæpar 6000 kr og fékk mér súpu úr dós. Er að reyna að sofna , en gengur hægt. Núna eru allir Akureyringar úti á götu að reykspóla, ótrúleg þessi bíladella í þeim.
14.6.2007 | 22:49
Laug sem ekki hreinsar
Vaknaði sem aldrei fyrr og fór í sund á Egilstöðum, já maður skilur svona sneið frá lesendum síðunar. Alveg frábært að fara í sund og öll aðstaða til fyrirmyndar. Eins og við mátti búast var sá Austuríski kominn þangað, aðeins rauður af sólinni síðan í gær. Hann sat í grunnu lauginni með 130 kg íslenska stelpu sér við hlið og horfði á mig með sigurglott á vör. Ég rölti til hans og sagði við hann á íslensku, hátt og snjalt, vitandi það að hann skildi ekki orð, en kærastan allt Heyrðu félagi....þú lítur út eins og austuríski-eyðnismitaði-fjöldasmitberinn sem löggan var að lýsa eftir í gær ekki sjens að sú feita hleypi honum uppá sig í kvöld. Á leiðinni úr sundlauginni stal ég útskriftargjöf, sem gefin var viku áður í Austurríki. Ekki það að ég ætlaði að nota þessa grænu skó, hef það bara á tilfinningunni að þeir eigi eftir að koma mér til góða.
Lagði mig aðeins eftir góðan þjófnað, var ekki í stuði fyrir varðstjórann og nokkuð öruggur um að mín yrði ekki leitað í tjaldi. Velti því fyrir mér hvort betra væri að vera hreinn á líkama eða sál, áður en ég sofnaði. Legg af stað í nótt til Akureyrar, held það sé betra að aðlagast Akureyringum hægt, sjá svona einn og einn vakna og koma rosalega hissa út á götu, hissa á að búa á Akureyri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.6.2007 | 23:29
verður bara skrýtnara
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.6.2007 | 01:09
puttalingur
Tók austurískan puttaling, upp í rétt fyrir utan tjaldstæðið, sá austuríski var á leið til Egilsstaða. Hann ætlaði upphaflega að koma ásamt hóp af austurískum samnemendum sínum en þau beiluðu. Það tók mig 5 mínútur að skilja afhverju.....ekki það að tungumálakunnátta mín vær slök, heldur tók það mig 5 mínútur, sem það tók austurísku samnemendur hans eitt skólaár að sjá hversu ótrúlega leiðinlegur manngreyið var. Ég stoppaði rétt fyrir utan Klaustur og sagðist vera hættur við að fara hringinn. Hann sagði að svona óskipulagsleysi myndi leiða mig til glötunar. Ég sagði honum, að leiðin til glötunar væri skemmtilegri en leiðin til Egilstaða........ með honum. Hann fór út án frekari orðaskipt, en kvaddi mig eins og hann heilsaði mér, nema nú var hann búinn að skipta um putta sem fór á loft. Kannski var hann ekki alvitlaus, en hann verður örugglega kominn með ógeð á sjálfum sér áður en hann kemst á Egilstaði.
Borðaði á Hótelinu á Höfn, virkilega góður matur. Gaurinn í lobýinu kom svo og sagði að ég þyrfti að fara, yndislegt hvað er hugsað vel um að maður haldi ferðaáætlun úti á landi. En þetta var kannski full mikill asi fyrir minn smekk, var nýbyrjaður á snakkpokanum.
Er núna aðeins seinn í tjaldið, sem er inní einhverjum firði sem ég ekki veit hvað heitir fyrir þoku, fjöllum og áfengis drykkju á einhverjum bar. Sagði innfæddum á barnum að ég væri frægur trúbador, vertinn fann gítargarm í kompu á barnum. Ég byrjaði á ole,ole,ole,ole...ole,ole náði upp góðum stemmara, áður en ég fór í Rómeó-Júlía, stál og hníf og fleirri Bubba lög. Endaði á danska laginu og ég hugsa að þetta séu bestu tónleikar trúbadors sem ekki hefur áður snert gítar á austurland.
Manninger heitir sá austuríski.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
11.6.2007 | 23:31
Lömbin fyrir austan.
Borðaði rækjusamloku og kókómjólk í morgunmat og að launum fékk ég eitt fallegasta veður sem ég man eftir. Lagði svo á stað með frosið ánægjubros og nokkuð montinn yfir því að fara að skoða landið einn. Keyrði hratt í gegnum Hellu og Hvolsvöll, get ekki með nokkru móti hugsað mér að láta sjá mig þar. Fór rólega yfir, undir fjöllunum, er ættaður þaðan og stoppaði alltaf þegar ég sá lömb að leik. Þau eru yndisleg þessi lömb, jarmið svo saklaust og blítt og ég er ekki frá því að þau hafi kannast við mig, frá því ég var þar í sveit sem barn. Já þau hoppuðu og skoppuðu og varla réðu sér fyrir kæti að sjá mig aftur.
Þegar ég kom í Vík, duttu nú af mér allar dauðar lýs, svo hissa hef ég ekki áður orðið. Að þeim skuli detta í hug að setja upp skilti af einhverskonar dýri, en ekkert dýr sjáanlegt, heldur bara maður sem á hús og tekur það með sér þegar hann fer eitthvað (sjá mynd að neðan) . Fékk Lambakótilettur í Víkurskála og alltaf langar mér að gifta mig er ég fæ kótilettur. Kvaddi Vík með söknuði þess sem allt hefur fengið.
Svaf á tjaldstæðinu á Kirkjubæjarklaustri. Fattaði þegar ég fór að sofa að tannburstinn gleymdist við Þjórsá, en ég hef vanið mig á að tannbursta mig alltaf fyrir svefninn, það gefur svo gott ferskt bragð. Góð ráð eru dýr í sveitinni og þegar ég var að rölta um tjaldstæðið í leit að einhverjum sem gæti lánað mér burstann sinn mundi ég eftir pippinu. Let pippið bráðna uppí mér, á meðan ég tjaldaði. En ótrúlega friðsælt að sofna við jarmandi lömb með ferskt myntubragð í munninum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
10.6.2007 | 22:57
Hvað er úti á landi?
Nestaði mig upp á Selfossi með þremur Línusamlokum, six-pack af kókómjólk, pipp-þrennu og fimm marrud snakk pokum....héf það alltaf á tilfinningunni að allir éti bara bugglis úti á landi.
Áður en ég lagði af stað hitti ég Bjarna Hauk Þórsson, hann hló alveg rosalega þegar ég las fyrir hann hvað stæði á þessu einkanúmeri og svo bað hann mig um að lesa það fyrir sig aftur og aftur og alltaf hló hann jafn mikið. Svo prófaði hann að halda fyrir i-ið og ég veit ekki hvert hann ætlaði þegar ég sagði honum hvað stæði þá. (sjá mynd að neðan) Alveg yndislegur maður hann Bjarni Haukur.
En þegar ég loks var tilbúinn, var klukkan orðinn tíu um kvöld og eiginlega kominn háttartími. Ég hef nú alltaf haft það að leiðarljósi í mínu lífi að standa við það sem ég lofa mínum samferðarmönnum og lagði því einn á stað austur. Eftir um 15 mínútu akstur sótti svona líka mikil syfja á mig, að ég lagði bílnum utan vegar við Þjórsárbrú og sofnaði í bílnum. Hafði ekki nennu til að tjalda.
8.6.2007 | 16:48
Vegna auglýsinga Gámaþjónustunnar
Aðeins hefur borið á því á Suðurlandi, eftir auglýsingu Gámaþjónustunnar í Blaðinu fyrir tveimur vikum (sjá hér á bls 27 ) að fólk er að setja ketti beint í úrgangs-tunnuna. Þetta ástand er að sjálfsögðu algjörlega óviðunandi.
Nú hefur Kattholt hins vegar tekið upp samstarf við Halldór Björnsson garðyrkjufræðing og báðu þau mig um að koma þeim skilaboðum áleiðis, að framvegis verður einnig tekið við köttum á heimilli Halldórs að Hrafnhólum 3 á Selfossi. Samkvæmt kattarsálfræðirannsóknum er talið að kettir aðlagist best nýju heimilli, ef komið er með þá að næturlagi og þeir settir inn um glugga. Það er því eindreigin ósk Halldórs að kettir verði settir inn um stofugluggann að heimilli hans eftir miðnætti alla daga vikunnar.