verður bara skrýtnara

Mikið er nú gott að vakna eftir svona hressandi barheimsókn. Þetta var sjötta barheimsóknin mín eftir reykingabannið og maður lyktar ekki núna eins og maður gerði áður.  Maður var ángandi í sígarettulykt og þráði að komast í sturtu eftir djamm, fyrir bann.......ég held ég fari rétt með að ég hef ekki farið í sturtu síðan tóbaksbannið tók gildi, þetta er svo allt annað líf.Annars sá ég, þegar ég keyrði út úr towninu að það heitir Fáskrúðsfjörður, ég vissi ekki einu sinni að það væri til.  Samt héf ég oft notað þetta “ertu frá Fáskrúðsfirði, eða hvað?” hélt bara að þetta væri alþjóðlegt djók.  Fáskrúðsfjörður!! og þarna býr fólk.Þessi myndalegi hópur tók á móti mér í blíðviðrinu á Reyðarfirði.  Austfjarðarþokan ekki en búinn að marka svip sinn á þau.112995618_06c7eca9a0Svo hitti ég þar feðgana jón og séra jón, jón jónsson yngri sagðist alls ekki vilja læra til prest, eins og faðir hans, enda vandséð að þessi horaði náungi sem hafði erft háa-c-rödd móður sinnar hefði fengið einhverja athygli frá sóknarbörnum og hvað þá frá okkar vandláta guði.Á Egilsstöðum tók varðstjórinn á móti mér, ekki með riffil, en hann var með kleinuhringi í maganum.  Samt leið mér aðeins eins og rambó leið í myndinni Rambó-1, spurningar varðstjórans voru á þá leið.  Eins og það sé ekki hægt að bögga frekar einhverja Kínverja á Kárahnjúkasvæðinu, heldur en að vera spyrja mig á hvaða ferðalagi ég sé.Tjaldaði í skógi og er farinn að sofa....nenni ekki á fyllirí með kínverjum frá Kárahnjúkum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hitti þá líka :) Frábærir náungar alveg hreint og unaður að heyra þá taka lagið. Hvernig er annars nettengingin í tjaldinu? Ertu í kúlutjaldi? Ertu með margra lítra bakpoka? Þú hefur nýtt þér tækni nútímans og á furðulegum hraða skroppið á Selfoss í dag

Elín Katrín (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 23:53

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Tommi farðu nú í sturtu uppi í kárahnjúkum, því þú nenntir ekki á fyllerý með "vinum" þínum frá Kínverjunum. Varðstjórinn hefði betur látið vera að bögga þig og bara skotið á þig nokkrum aulabröndurum(kunna þá örugglega ekki á Egilstöðum) nema lyktin hafi gert það að verkum að hann lét það ógert. Þú ættir að taka það til athugunar að læra til prests, gætir örugglega líkst séra Jóni.

P. S. Það skrýtnasta í þessari ferð verður örugglega þú.

Eiríkur Harðarson, 13.6.2007 kl. 23:56

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Guð hvað þetta er skemmtileg ferðasaga. Kannski kannastu við staðinn Fáskrúðsfjörð undir enska nafninu: Few-decoration-fjord

Jóna Á. Gísladóttir, 14.6.2007 kl. 00:03

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Gott að heyra frá þér og þú ert heill heilsu og á réttri leið. Það er aldeilis að Fáskrúðsfirðingar (erfitt að skrifa þetta orð) hafa tekið mikinn lit og ekki kominn miður júní! Ég hef aldrei komið til Fáskrúðsfjarðar, þarf endilega að gera það einhvern tímann. Hlakka til að heyra meira.

Rúna Guðfinnsdóttir, 14.6.2007 kl. 12:45

5 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Heheheh...hef ekkert meira að segja..hahahah

Brynja Hjaltadóttir, 14.6.2007 kl. 18:41

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Er ég ein um að finna skrýtna lykt hérna? Svona piparmyntutáfýlusvitalykt

Heiða B. Heiðars, 14.6.2007 kl. 20:25

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég vissi ekki að appelsínugult væri svona inn á Fáskrúðsfirði.

...annars, tvístraðist ekki fjöldinn þegar þú nálgaðist? Tek m.ö.o. undir með Heiðu.

Laufey Ólafsdóttir, 14.6.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband