puttalingur

Tók austurískan puttaling, upp í rétt fyrir utan tjaldstæðið, sá austuríski var á leið til Egilsstaða.  Hann ætlaði upphaflega að koma ásamt hóp af austurískum samnemendum sínum en þau beiluðu.  Það tók mig 5 mínútur að skilja afhverju.....ekki það að tungumálakunnátta mín vær slök, heldur tók það mig 5 mínútur, sem það tók austurísku samnemendur hans eitt skólaár að sjá hversu ótrúlega leiðinlegur manngreyið var.  Ég stoppaði rétt fyrir utan Klaustur og sagðist vera hættur við að fara hringinn.  Hann sagði að svona óskipulagsleysi myndi leiða mig til glötunar.  Ég sagði honum, að leiðin til glötunar væri skemmtilegri en leiðin til Egilstaða........ með honum.  Hann fór út án frekari orðaskipt, en kvaddi mig eins og hann heilsaði mér, nema nú var hann búinn að skipta um putta sem fór á loft.  Kannski var hann ekki alvitlaus, en hann verður örugglega kominn með ógeð á sjálfum sér áður en hann kemst á Egilstaði.

 

Borðaði á Hótelinu á Höfn, virkilega góður matur.  Gaurinn í lobýinu kom svo og sagði að ég þyrfti að fara, yndislegt hvað er hugsað vel um að maður haldi ferðaáætlun úti á landi.  En þetta var kannski full mikill asi fyrir minn smekk, var nýbyrjaður á snakkpokanum.

 

Er núna aðeins seinn í tjaldið, sem er inní einhverjum firði sem ég ekki veit hvað heitir fyrir þoku, fjöllum og  áfengis drykkju á einhverjum bar.  Sagði innfæddum á barnum að ég væri frægur trúbador, vertinn fann gítargarm í kompu á barnum.  Ég byrjaði á ole,ole,ole,ole...ole,ole náði upp góðum stemmara, áður en ég fór í Rómeó-Júlía, stál og hníf og fleirri Bubba lög.  Endaði á danska laginu og ég hugsa að þetta séu bestu tónleikar trúbadors sem ekki hefur áður snert gítar á austurland.

1180179699500-16Manninger heitir sá austuríski.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Var þér aldrei sagt að hættulegt væri að taka puttalinga uppí......... hefði getað verið Austurrísk mannæta (var ekki Hannibal Lekter þaðan?)

En gott að þú varst ekki étin....... í þetta sinn ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 13.6.2007 kl. 01:19

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Aumingja maðurinn. Hann er ekki beint rangeygður en ég held samt að hægra augað sé vinstra megin og það vinstra hægra megin.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.6.2007 kl. 01:29

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Tommi hvernig er það með þig þú ert síröflandi um einhverjar kótilettur, en síðan kemur í ljós að þú ert að hakka eitthvert snakkdrasl í þig. Ekki er nú til að bæta úr með þig að vera að ljúga að einhverjum sveitamönnum að þú sért BIG number trúbator. Varstu eitthvað að tala um leiðinlegan Austurríkiskall, LÍTTU Í SPEGIL.

Eiríkur Harðarson, 13.6.2007 kl. 01:39

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Svona puttalingar eru stórhættulegir. Maður veit aldrei hvenær þeim skyndilega dettur í hug að skipta um putta. Gott að þú hentir honum út áður en hann drap þig úr leiðindum. Það að sitja í lokuðum bíl með honum og enda í þokkabót á Egilsstöðum er of mikið fyrir einn mann að ganga í gegnum og ef það hefði ekki drepið þig hefði reikningurinn frá sálfræðingnum gert það.

Annars kom Jóna hugsunum mínum í orð þannig að ég er bara að bulla til málamynda. 

Laufey Ólafsdóttir, 13.6.2007 kl. 02:10

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þú upplifir margt á þínu ferðalagi sem þú munt búa að alla ævi . Þú verður þó að passa þig á að verða þér ekki til skaða og skammar. Haltu ótrauður áfram að skrifa ferðasöguna, hún er stórkostleg, hvort sem hún er lygi eða ekki. Það hefur verið upplifelsi fyrir afdalafólkið að fá Trúbador

Rúna Guðfinnsdóttir, 13.6.2007 kl. 08:44

6 Smámynd: Rúnarsdóttir

Ég hefði viljað að þú tækir Froðuna m. Geira Sæm ... þú hefur það í huga.

Rúnarsdóttir, 13.6.2007 kl. 14:44

7 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Já Tommi ég hefði gaman af því að heyra þig spreyta þig á Froðunni!

Heimir Eyvindarson, 13.6.2007 kl. 15:48

8 identicon

Hæ Tommi. Ég var líka á Höfn í gær og líka á Egilsstöðum. Skrítið að hitta þig ekki, yfirleitt hittast sunnlendingar annarsstaðar en á suðurlandinu :) Það afgreiddi mig ofur svalur gaur á Hornafirði, með sítt tagl og í gallavesti....hann var alveg eins og Hvergerðingur...hmmmm?????? Kannski er hann nýfluttur eða á ættir sínar að rekja til Hveragerðis.

Elín Katrín Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 17:20

9 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Ég er bara alveg furðu lostin á tækninni sem Tommi býr yfir. Hann virðist alltaf vera tengdur og samt kominn alla leið til Hafnar! Er komin svona massíf nettenging á landsbyggðinni að menn eru bara með þráðlaust net úti á þjóðvegi...

Mig langar í svona tækni í Focusinn minn!

Aðalheiður Ámundadóttir, 13.6.2007 kl. 20:38

10 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Tommi er með öfluga sítengingu

Laufey Ólafsdóttir, 13.6.2007 kl. 21:58

11 Smámynd: Rúnarsdóttir

"Einhverjum Star Trek þáttum"?!? 

Hvar er virðingin fyrir DS9, bestu ST seríu allra tíma??

Rúnarsdóttir, 14.6.2007 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband