Lömbin fyrir austan.

Borðaði rækjusamloku og kókómjólk í morgunmat og að launum fékk ég eitt fallegasta veður sem ég man eftir.  Lagði svo á stað með frosið ánægjubros og nokkuð montinn yfir því að fara að skoða landið einn. Keyrði hratt í gegnum Hellu og Hvolsvöll, get ekki með nokkru móti hugsað mér að láta sjá mig þar.  Fór rólega yfir, undir fjöllunum, er ættaður þaðan og stoppaði alltaf þegar ég sá lömb að leik.  Þau eru yndisleg þessi lömb, jarmið svo saklaust og blítt og ég er ekki frá því að þau hafi kannast við mig, frá því ég var þar í sveit sem barn.  Já þau hoppuðu og skoppuðu og varla réðu sér fyrir kæti að sjá mig aftur.

 Þegar ég kom í Vík, duttu nú af mér allar dauðar lýs, svo hissa hef ég ekki áður orðið.  Að þeim skuli detta í hug að setja upp skilti af einhverskonar dýri, en ekkert dýr sjáanlegt, heldur bara maður sem á hús og tekur það með sér þegar hann fer eitthvað (sjá mynd að neðan) .  Fékk Lambakótilettur í Víkurskála og alltaf langar mér að gifta mig er ég fæ kótilettur.  Kvaddi Vík með söknuði þess sem allt hefur fengið.

Svaf á tjaldstæðinu á Kirkjubæjarklaustri.  Fattaði þegar ég fór að sofa að tannburstinn gleymdist við Þjórsá, en ég hef vanið mig á að tannbursta mig alltaf fyrir svefninn, það gefur svo gott ferskt bragð.  Góð ráð eru dýr í sveitinni og þegar ég var að rölta um tjaldstæðið í leit að einhverjum sem gæti lánað mér burstann sinn mundi ég eftir pippinu.  Let pippið bráðna uppí mér, á meðan ég tjaldaði.  En ótrúlega friðsælt að sofna við jarmandi lömb með ferskt myntubragð í munninum.

IMG_5166-demo_1696878507[1]

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Tommi á lýsingu þinni mætti ætla að þú hefðir aldrei "migið" meina  stigið fæti niður í annarri sveit en Hellu eða á Hvollsvelli

Eiríkur Harðarson, 11.6.2007 kl. 23:43

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ef þú finnur konu sem eldar handa þér kótilettur (geri ráð fyrir að þær hafi verið með raspi)... viltu þá bjóða mér í mat!?
Fín nýting á pippinu

Heiða B. Heiðars, 11.6.2007 kl. 23:58

3 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Endilega borðaðu sem mest af rækjusamlokum og kókómjólk ef það hefur svona fín áhrif á veðrið......

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 12.6.2007 kl. 00:19

4 identicon

Voru þetta lömbin sem við skoðuðum saman í sakleysi bernsku okkar í Skógsnestúni forðum................

bið að heilsa þeim blessuðum

margrét auður (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 00:31

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Tommi ert þetta þú með húsið? varstu rekinn að heiman?

Jóna Á. Gísladóttir, 12.6.2007 kl. 01:00

6 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ertu einn.... á ferðalagi? Þú ert að skálda þetta :)

Eva Þorsteinsdóttir, 12.6.2007 kl. 02:32

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Vittleysingur!  

Laufey Ólafsdóttir, 12.6.2007 kl. 02:56

8 Smámynd: Halla Rut

Þegar þú kemur á Blönduósi talaðu þá við mig. Ég skal redda þér matarboði hjá læknisfrúnni.

Halla Rut , 12.6.2007 kl. 03:22

9 Smámynd: Rúnarsdóttir

Selfoss er eina menningarpleisið við hringveginn, það vita allir. Að auki eru nokkur slík í uppsveitum Árnessýslu en þau eru blessunarlega ekki við þjóðveg no. 1. Þetta verður plebbalegt ferðalag hjá þér en gott framtak samt, því heimskt er heimaalið barn.

Rúnarsdóttir, 12.6.2007 kl. 09:34

10 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

GARG....

...og þá kom hikstinn.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 12.6.2007 kl. 10:58

11 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Af hverju í ósköpunum dettur þér í hug að gifta þig ef þú færð kótilettur???

Rúna Guðfinnsdóttir, 12.6.2007 kl. 19:49

12 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Kótilettur eru æði og ég vissi að við ættum eitthvað sameiginlegt. Það er...rætur að rekja undir Eyjafjöllin. Var búin að steingleyma því samt. Ég elda frábærar kótilettur en get ekki gifst þér

Brynja Hjaltadóttir, 13.6.2007 kl. 00:03

13 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Eiríkur. Ég er svo víðförull.

Heiða. Já auðvitað

Erla. Já kláraði reyndar síðustu lokuna á hótelinu á höfn.....finn fleirri á morgun.

Margrét Auður. þessi hvítu og svörtu?

Jóna. Hver ætti að reka mann að heiman sem býr einn?

Eva. Neibb

Laufey.Jább

Halla.geðlæknisfrúnni??

Ágústa. Heyr heyr.

Palli. Já góð ábending, held það sé mjög gott og ætla að prófa á morgun.

Fanney.ha?

Rúna. Ertu að meina að það séu ekki allir svona?

Brynja. Eigum við bæði "rætur að rekja" og er það þess vegna sem þú getur ekki gifst mér??? Erum við þá náskyld undan fjöllunum.

Tómas Þóroddsson, 13.6.2007 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband