ál

Hvað gengur að gaurnum sem gerir auglýsingar fyrir Endurvinnsluna?  Þvílík mannvonska sem þessi maður býr yfir.  Nýjasta auglýsingin er í sjónvarpi.  Hún byrjar á því að það kemur kókdós svona hægt líðandi yfir skjáinn og rödd sem segir rólega “skilaðu áldósum” svo flýgur flugvél á áldósina og áldósin skýst svona út fyrir skjáinn.  Og þá kemur rödd sem segir rosa hratt með frekju tón “Flugvélar er búnar til úr áli”Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra fyrir krökkunum, hversvegna við förum ekki á Ibiza í sumar.

Hvernig eignast maður kærustu?

 

Guðni Ágústson var upp á sitt besta í þinginu í gær, talaði með skemmtilegum hæðnistón um þau Ingibjörgu og Geir.  Hann kallaði þau “háttvirt kærustupar” og var þá líklega að vísa í kossinn fræga á Þingvöllum.  Guðni reiknar með því að þau séu orðin kærustupar, því þau kysstust.  Ég veit ekki hvernig hann reiknar þetta út, en það er ein spurning sem ég verð að spyrja fyrrverandi Landbúnaðarráðherra, hvað er þeir kallaðir sem kyssa beljur?

 

 


Fegurð Flórens er..........

Fegurð Flórens er eins og lífsklukkan, á votum morgni um miðjan Maí.  Þeir sem eitt sinn til Flórens koma, líta sköpunarverk meistarans ekki sömu augum aftur.  Þar sem ólívu-runnar, eru líkt og lækur sem liðast hægt um fjöll og dali.  Þar sem rauðvínsþrúgan fyllir vitund okkar af losta lífsins, þar líður öllum eins og bróðir minn Ljónshjarta í kirsuberjadal.

 

 Það er helst að aðeins beri skugga á fegurð Flórens og Ítalíu í heild sinni, sú ömurlega bæjar-ómynd sem skakki turninn í Pisa vissulega er.  Hann er einhver sú alversta bygging sem reist hefur verið og er ég hissa á að ekki skuli vera búið að rífa hann eða með öllum hugsanlegum ráðum reyna að rétta hann við.  Að láta þetta standa fyrir augum allra er ítölsku þjóðinni til vansa.  Þetta er óvirðing við formið.  Listformið sem út fyrir hið endalega nær. 

   Ég var reyndar eitthvað utan við mig þegar Einar félagi minn var að reyna sýna mér hvar skakki turninn í Pisa væri, enda erfitt fyrir mann sem dregur á eftir sér hægri löppina að reyna sjá hvað er skakkt og ekki skakkt.  En fyrir tilviljun náði ég mynd af skakka turninum, þegar ég ætlaði að ná mynd af Norskum mæðgum stara á rassinn á Einari.

Í næsta þætti munum við heimsækja Seyðisfjörð, þar sem hámenning hefur aldrei sól þeirra litið. 

100_2313


Presturinn kallaði mig dýr

Hún var góð framan af, messan í morgun.  Presturinn var fullur af sjálfstrausti og virtist óþunnur.  Alltaf gaman að sjá klerk sem hefur fulla trú á sínum málstað. 

 

Presturinn gekk út frá þeirri vitund manna að bera ábyrgð á okkur sjálfum.  Að hver maður ætti að taka til í eigin ranni, gera hreint í sinni sál og ekki síður að hafa hreint í sínum garði.  Það væri hægt að sjá á hverjum manni hver hann væri, út frá vel hirtum garði og máluðu húsi.  Það er þetta sem greinir okkur frá dýrum, sagði hann.  Þetta gerir okkur að mönnum, ábyrgðin sem við eigum að axla af okkar nánasta nágreni, ábyrgð sem dýr bera ekki.

  Ég sagði honum eftir messu að Gunnar í krossinum tæki að sér að afhomma menn og benti honum réttilega á, að prestar eru menn.

Afsökunarbeiðni

Undanfarið hef ég verið hálf slappur að blogga, ástæðan er sú að margir hafa hringt og skammað mig fyrir dónaskap og meira að segja hefur maður hringt og haft í hótunum við mig.  Ég vill því fá að biðja alla sem ég hef sært afsökunar og hef ákveðið snúa við blaðinu.  Hér eftir ætla ég að reyna að hafa skrif mín menningar tengd og kannski með örlitlu heimsborgara ívafi.

 

Þessi mynd að neðan er frá Frakklandi, nánar tiltekið Toulouse. En brúin sem á myndinni er heitir pointneuf og er hún ógleymanleg öllum þeim sem yfir hana fara. Um brú þessa skrifaði Franska nýlistaskáldið Gilles Grimandi tímamótaljóðið "Samedi" sem breytti sjálfsmynd Frakka svo um munaði og varð svo seinna upphafið að Frönsku byltingunni. 

En hér er mynd af brúnni   image001 (2)

Næst mun ég taka fyrir Skakka turninn í Pisa og fara vel yfir Florens-hérað á Ítalíu. 


Skúbb

 

Héf aldrei skúbbað áður og er nett stressaður........ en rétt í þessu var Kristján Möller Samgönguráðherra að ráða Róbert Marshall sem aðstoðarmann.  Þetta var handsalað á Sandskeiðinu en þeir voru saman í bíl á leið á Selfoss, nánar tiltekið í Inghól þar sem Samfylkingin var með félagsfund.  Um 80 manns voru á fundinum þar sem Björgvin G. viðskiptaráðherra og Kristján Möller samgönguráðherra héldu erindi og svöruðu spurningum fundarmanna.

Þetta er helv.... gott þegar ég les þetta yfir...........kannski lítur það ekki myndrænt vel út að samgönguráðherra hafi verið með aðra hönd á stýri. En samt töff skúbb. 


ljón háloftanna

 

Mikið ofsalega er nú alltaf fallegt gargið í hettumávinum (Larus ridibundus), hann er sá fugl sem fær mig til að gleyma öllum heimsins áhyggjum og fyllir mig af trú á sköpunarverkið.  Ég hef frá því ég var barn alltaf fundist hettumáfurinn fugla fegurstur, hann hefur með réttu alltaf verið kallaður ljón háloftanna.  Ég get setið endalaust og dáðst af fegurð hans og flugfimi.  Mér finnst að hettumávurinn ætti að fá lágmarks mannréttindi, þó ekki væri nema bara útaf því hann borðar franskar eins og við.  Á mínu heimili eru bara myndir af hettumávum, það er fyrst og fremst trygglyndi hans við land og þjóð sem fær mig til að hengja upp fleiri og fleiri myndir.  Hann er hér allt árið, hann fer ekkert eins og hinir fuglannir.  Svo hef ég aðeins verið að rannsaka orðatiltæki manna og þar skín svo í gegn hvað mávurinn á mikið í okkur íslendingum.  Allir kannast við þegar einhverjum líkar vel við einhvern þá á hann það til að segja t.d. “þetta er Gunnar mávur minn” og jafnvel “hva....eru við nú orðnir kviðmávar?”    

Fréttaskýring nr 5

 

Held það sé rétt munað hjá mér, eftir vetur setu í Lapplandi að Finnar beri fram ö-ið sitt eins og íslendingar bera fram ú-ið sitt.  Þess vegna er það lélegt að tapa fyrir þessum gaur, ef þið hafið verið að spá í hver fréttin væri í þessari frétt.


mbl.is Finnskur rithöfundur fékk Glerlykilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ábyrgir starfsmenn

PICT0076PICT0078PICT0080

Já þeir voru forsjálir starfsmenn Árborgar, þegar þeir tóku upp á sitt eins dæmi að fjarlægja alla ljósastaura og aðra aðskotahluti af götum Selfossbæjar í dag.  Tilefnið var afturheimt ökuskyrteini Eyþórs Arnalds.

 Á meðfylgjandi myndum er hægt að sjá ör eftir ljósastaura á hringtorginu við brúna og svo varanlegan felustað þeirra, sem starfsmaður Árborgar bað mig um að gefa alls ekki upp, að ótta við að yfir þá yrði keyrt.

 

 


erfitt að meta út frá einu óhappi

 

Ég man þegar ég var fjögurra ára þá hugsaði ég.......... fyrst mamma má keyra bíl, þá er sanngjarnt að ég fái líka að keyra.  Ég var fimm ára þegar ég krafðist þess að fá bílpróf, fyrst konur fengu bílpróf.  Er nokkuð viss um að þessi strákur var í einhverskonar svona pælingum.  Einhverstaðar verður réttindabaráttan að byrja og ég styð hann.


mbl.is Fjögurra ára ökumaður ók á tvo bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband