ál

Hvað gengur að gaurnum sem gerir auglýsingar fyrir Endurvinnsluna?  Þvílík mannvonska sem þessi maður býr yfir.  Nýjasta auglýsingin er í sjónvarpi.  Hún byrjar á því að það kemur kókdós svona hægt líðandi yfir skjáinn og rödd sem segir rólega “skilaðu áldósum” svo flýgur flugvél á áldósina og áldósin skýst svona út fyrir skjáinn.  Og þá kemur rödd sem segir rosa hratt með frekju tón “Flugvélar er búnar til úr áli”Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra fyrir krökkunum, hversvegna við förum ekki á Ibiza í sumar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Kannski af því að ég hendi mínum áldósum bara í ruslið? Mikið hefur maður á samviskunni..pfff

Ótrúlega hallærislegar sumar auglýsingar...og auðvitað fer ég með mínar dósir í endurvinnslu svo allir geti flogið um heiminn. Eru flugvélar annars búnar til úr endurunnum áldósum??

Brynja Hjaltadóttir, 7.6.2007 kl. 00:18

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

they shall understand when they are older and "wiser" like you

Guðríður Pétursdóttir, 7.6.2007 kl. 00:18

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Tommi segðu þeim bara sannleikann. Þú ert blankur og þú ert flughræddur

Jóna Á. Gísladóttir, 7.6.2007 kl. 00:32

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Sæll Tommi nú er maður farin að hafa gaman af blogunum þínum, ekki þetta landafræði-stórborgar-bull sem þú varst að mjaka þér inní. Segðu bara satt við börnin þín, annaðhvort ertu að drepast úr LETI nema að samfylkingin sé farin að borga of lítið út.

Eiríkur Harðarson, 7.6.2007 kl. 01:16

5 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Mér er nú ekkert sérstaklega vel við það að ég hafi verið að fljúga í........... KÓKDÓS??????????

Eva Þorsteinsdóttir, 7.6.2007 kl. 06:29

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Tommi minn. Ég er að fara í flugvél eftir mánuð í þriðja sinn á ævinni og ég er skíthrædd..eiginlega rosalega hrædd , það er bara að þora að viðurkenna það..ekki kenna áldósum eða börnunum um  Ég er búin að fá loforð frá yfirmanni mínum að fá róandi töflu fyrir ferðina. Annars má ég til með að láta fylgja að dóttursonurinn fer með. Hann var afar nervös varðandi flugvélina. Í gær komst ég að því hvað var að angra hann. Það var ekki auglýsing endurvinnslunnar...ónei..hann skelfdist það að í flugvélinni væri ekkert klósett og við að fara í sex tíma flug......

Rúna Guðfinnsdóttir, 7.6.2007 kl. 10:31

7 Smámynd: Rúnarsdóttir

Segðu þeim bara það sem allir blönku upparnir segja sínum börnum: "Við ætlum að ferðast innanlands í sumar ... veiveiveivei"

Rúnarsdóttir, 7.6.2007 kl. 10:49

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Mér finnst það hræðilega skerí tilhugsun að vera flutt á milli landa af kókdósum með vængi! 

Heiða B. Heiðars, 7.6.2007 kl. 17:36

9 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég veit það Gunnar Þór áldósir!!

Rúna Guðfinnsdóttir, 7.6.2007 kl. 21:59

10 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Æ Gunnar, ég meinti það, auðvitað meinti ég plastflöskur. Stundum tala ég án þess að  hugsa

Rúna Guðfinnsdóttir, 7.6.2007 kl. 23:39

11 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Brynja. jú og endurmáluðum

Guðríður.Já

Jóna. Nei, ætla ekki að gera það.

Eiríkur. Þá held ég áfram á þessari braut

Eva. ég veit allt um það

Valgeir. Takk fyrir og gott að heyra.

Rúna.

Ágústa. Já ég geri það auðvitað, tek helgina í það.

Heiða. Já og ennþá verra að drekka úr einhverju sem einhver á eftir að setjast upp í

Gunnar. Fólk.

Rúna. áldósir í flíspeysum...humm

Hanna.Við vorum búinn að tala um BARA tvö rauðvínsglös á kvöldi.

Gunnar. Ekki fólk?

Gunnar. Búinn

Rúna.....og skrifa án þess að tala.

Tómas Þóroddsson, 8.6.2007 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband