Ertu að vinna frú Harðardóttir?

 

Helga Sigrún Harðardóttir beitir nýstárlegum aðferðum við að ná í atkvæði á bloggi  sínu og má búast við háu skori eftir þessa rimmu sem hún átti við kjósendur. Já sú kann að snúa kjósendur niður, nú er bara að draga þá á hárinu á kjörstað þann 12.05 og setja x við b=berja til hlýðni. 

Er nema von að Helga Sigrún Harðardóttir haldi að þetta sé það sem fólk vilji. Framsóknarflokkurinn fær alltaf að stjórna þrátt fyrir að vera kúgari. 

Ég verð að fá að spyrja þig í lokin, eins og þú spurðir hana Heiðu "Ertu ekki annars að vinna?"


Vitinn 26. TBL

 

Jæja þá er uppáhalds blaðið mitt komið út. Þetta er Vitinn sem gefin er út annan hvern miðvikudag í skaftafellssýslu og mun ég halda áfram að dreifa honum ókeypis hér. Jamm það borgar sig að kíkja á tommi.blog.is.

Ég vill sérstaklega vekja athyggli á auglýsingu á bls 4 frá Halldórskaffi. Þar er auglýst eftir staffi og er nálgunin sérstaklega næm hjá nýju rekstraraðilanum. Svo er sniðugt að láta bara Ester svara símtölunum. Hvað ætli margir sæki um? hundrað manns ? 

Ég mæli sérstaklega með þessum lestri fyrir svefnin, því tilhugsuninn að sofna við þá hugsun.............hvað Jón Steinar sé?......... er óbærileg.  


Í hljóði héf ég öskrað mig hásan.

Pabbi minn var spurður að því þegar hann var 5 ára, hvort hann kynni orðið að lesa. Pabbi þurfti að hugsa sig aðeins um en svaraði svo “ nei.... en ég kann að skammast mín !!

Sú aðför sem fyrir nokkrum árum var gerð að Þórólfi Árnasyni og varð til þess að hann þurfti að segja af sér er hreint með ólíkindum, sérstaklega í ljósi nýfallins dóms yfir Kristni Björs og co. Allt þetta mál er sjálfstæðisflokknum til vansa. Sjálfstæðismenn með sitt illa innræti náðu að hrekja þennan vandaða mann á brott og er aðförin nú gegn Ingibjörgu Sólrúnu farin að minna á borgarstjóramálið þeirra.

Kristinn Björnsson sagði í kastljósinu í kvöld að þetta mál væri eins og “fjarlæg skáldsaga” Þetta er rétt. Reynið að ímynda ykkur land þar sem forstjóri væri ákærður fyrir svik. Konan hans væri dómsmálaráðherra og hann þar af leiðandi sýknaður. En vinnumaður forstjórans sem er á öndverðu meið í stjórnmálum, var látinn gjalda. Afsakið.... en ég þarf að öskra í hljóði. 

Þið sjálfstæðismenn sem kunnið að lesa ættuð að læra að skammast ykkar.

 


Áttu börn, Björn ?

 

Sumt breytist ekki neitt. Þrátt fyrir endalausa höfnun, skín hroki og yfirlæti úr hverju orði hérna. Björn er alveg hissa á að það sé skorað á hann að skrifa undir í "áskorunarherferð Framtíðarlandsins" .

Björn veit ekki hvernig að þessari söfnun er staðið.
Hann veit að hann hefur fengið yfir 40 tilmæli um að skrifa undir. Hann veit að ef hann yrði við þeim öllum, yrði talið að yfir 40 áskoranir hefðu borist. Þetta finnst Birni ekki vekja traust á framkvæmdinni.

En bíðum við.....Björn sagðist ekki vita hvernig að þessu væri staðið.......en ekki er hún traust, hann veit það. Er það tilgangurinn sem helgar meðalið? Ef 40 manns skora á mig að fara í sund á morgun og mér hugnast það, fer ég samt bara einu sinni. 

Svo duttu inn 10 áskoranir á meðan hann skrifaði færsluna og honum blöskraði mengunin sem talvan hans varð fyrir!!!  

En Björn, ég veit að það eru ekki vinir þínir í Sjálfstæðisflokknum sem eru að skora á þig. Getur verið að þetta séu ættingjar þínir af yngri kynslóðinni? Þeim þykir allavega vænt um þig, sem senda á þig. Því get ég lofað.

Skora á alla að lesa BB 


Frægðin

Jæja þá er að koma út nýja lagið mitt "I wanna love you tender" nú er ég búinn að liggja yfir danssporum og held ég að við séum búinn að ná þessu. Ef ég verð ekki heimsfrægur núna, þá má með réttu segja að heimurinn sé ekki tilbúin fyrir mig. Ég fékk til liðs við mig þau Sven og Malin frá Svíþjóð og syngja þau þetta óaðfinnaleg.

Ég vill sérstaklega benda ykkur á nokkur atrið sem mér fannst takast alveg elegans.

1. Tæmingin á sviðinu, auknabliki áður en Sven kemur inn.

2. Kveðjustundin er sótt í Wham þema og er tilvísun í "Last Chrismas" 

3. Dansarinn Olaf lætur sjást í naflan þegar hann tekur "hnykkinn" en það er "trend" í dag. Reyndar fer Olaf og kærastan hans yfir strikið á min 2.08- 2.10 og vona ég að það verði fyrigefið. Annars mun ég klippa það út, gott væri að fá comment frá ykkur um það.  

 

sjáið myndbandið hér. 


Gott á þig.....

Ok cool, ég helt alltaf einusinni að það væri verið að skipta um kyn. En þetta er einhver leiðrétting, nú býður maður bara spenntur, hvern senda þeir næst ??

Ég hafði einusinni óþolandi yfirmann, sem ég vona að verði sendur. Hann er alveg óþolandi gaur....ohhh. Hver tekur við ábendingum eða óskum um "leiðréttingu". Það verður sko mælt með honum í næsta holli. Þetta hlýtur að vera gert í útlöndum. Ég verð í Leifsstöð og svo þegar hann kemur heim sem ljóshærð kona ætla ég að segja við hann "Gott á þig.......hver er yfirmaður núna? ha?


mbl.is Tvær kynleiðréttingaraðgerðir gerðar hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Samfylkingin

 

Þetta er spurning um að fara í erfiðu málin. Samfylkingin þorir að taka á erfiðum málum á meðan núverandi ríkisstjórn er búinn að humma þetta fram af sér allt of lengi.

Þetta er það sem koma skal þegar Samfylkingin verður búin að taka við. Af mörgu er að taka og á mörgu þarf að taka eftir svo duglausa ríkisstjórn.  


mbl.is Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttaskýring á ekkert skylt við "að skíra"

 

 

Þær eru um margt merkilegar þessar nýju fréttaskýringar morgunblaðsins. Þar fara blaðamenn moggans með sínum líknar lúkum fallega um Sjálfstæðisflokkinn. Ég held að trúarofstæki moggans hafi aldrei verið meira enn einmitt nú.

Heimildarmenn moggans eru helstu leiðtogar þeirra.

Blaðamenninir hegða sér eins og Gunnar í krossinum þegar hann vitnar í biblíuna, málstað sínum til stuðnings.

Meðan börn landsins staðfesta skírn sína, þá játar mogginn með skýringum sínum trú sína á sjálfstæðisflokkinn og staðfestir þau órjúfanlegu tengsla sem eru á milli moggans og íhaldsins.

 

 


Fréttaskýring á ekkert skylt við %u201Cað skíra%u201D

 

 

Þær eru um margt merkilegar þessar nýju fréttaskýringar morgunblaðsins. Þar fara blaðamenn moggans með sínum líknar lúkum fallega um Sjálfstæðisflokkinn. Ég held að trúarofstæki moggans hafi aldrei verið meira enn einmitt nú.

Heimildarmenn moggans eru helstu leiðtogar þeirra.

Blaðamenninir hegða sér eins og Gunnar í krossinum þegar hann vitnar í biblíuna, málstað sínum til stuðnings.

Meðan börn landsins staðfesta skírn sína, þá játar mogginn með skýringum sínum trú sína á sjálfstæðisflokkinn og staðfestir þau órjúfanlegu tengsla sem eru á milli moggans og íhaldsins.

 


Sumir þingmenn eru ótrúlegir.

Getur verið að hér sé um að ræða einhvern af verðandi þingmönnum Sunnlendinga? Sumir þeirra hegða sér stundum svolítið skringilega. Endilega látið mig vita ef þið heyrið hvaða verkefnaglöðu Eyjapeyjar þetta voru.

Já núverandi og verðandi þingmenn Suðurkjördæmis, fyrst þið eruð byrjaðir að lesa bloggið mitt. Hvað ætlið þið að segja núna?
 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband