Ég er á borði þingmanna

 

Ég hélt ég ætti ekki eftir að þurfa að gera þetta. Nú þarf ég að reyna afsaka húmor minn, ekki get ég útskýrt hann. Málið er að þingmenn hafa haft samband, símleiðis og í gegnum mail-ið vegna blogg-færslu sem ég skrifaði.

 Nú er ég ekki að reyna vera fyndin, þetta er í alvöru, einhverjir þingmenn fengu bréf. Málið er að einhverjum sárnaði það sem ég skrifaði í þessari færslu og eins athugasemdinar sem ég skrifaði.

Þess vegna vill ég segja við ykkur öll hvernig sem þið eruð, þið eruð fín.

 

Það er líka gott að hafa það hugfast þó að einhverjum finnist Selfoss ljótur staður, hárgreiðslan mín ljót, þá er ekki þar með sagt að það sé eitthvað að mér, ég get verið fínn gaur og klipparinn minn meira að segja líka........uuuuu.... þó hárgreiðslan mín sé ljót.

 Við skulum muna að anda rólega, taka lífinu ekki of alvarlega og ekki halda að við séum órjúfanlegur hluti af einhverju, það er ekki holt.

En hér má lesa færsluna sem einhver var fúll yfir.

Sorrý ef ég særði einhvern, en ég mun ekki breyta mér úr þessu, sorrý. 

 


Vel gert Guðlaugur Þór.

 

Við skulum muna að fagna því sem vel er gert í ríkisstjórninni. Það er nú ekki búið að vera gaman að vera í þessari ríkisstjórn undanfarið og því skulum við fagna með Guðlaugi og þakka honum fyrir kjarkinn.

Sumir segja að Sjálfstæðismenn séu að testa Framsókn, en ég held ekki.

 


Niðurlægður Jón

Niðurlægður Jón vill fá að kenna stjórnarandstöðinni um að ekki náðist samstaða. En Birgir samflokksmaður hans bendir réttilega á að tíminn sem menn ætluðu sér í þetta hafi verið of naumur. Hér má sjá Jón og á myndinni reynir hann að túlka undrunarsvip og tekst nokkuð vel upp, miðað við að hafa borðað fjórtán H.P kleinur 10 mín áður en myndinn var tekinn.

J.C. verðlaun.

Jæja þá eru það hin árlegu J.C. verðlaun. Sigurvegaranir í ár eru Birkir sem sagði ekki frá og Steingrímur Joð, báðir kallar frá norð vesturlandi. Hefur aldrei kona unnið þetta? Er þetta lýsandi fyrir J.C. hreyfinguna? Eiga að vera sér kvenna verðlaun? Eru þetta þreytandi spurningar? En afhverju vann Steingrímur þetta? Var Steingrímur ekki með blað í fyrsta skipti ?

Innspýting í menntakerfið.

Virkilega athygglisverðar hugmyndir hjá Björgvini G og hér er hægt að sjá líflega umræðu um málið.

Að 30 % af láninu breytist í styrk og afnumin verði krafa um ábyrgðarmenn. Þetta er maður að mínu skapi.


Reykjanes

Suðurnesjamenn er skemmtilegir, þeir eru öðruvísi en aðrir íslendingar. Nota mikið slangur, en annars dagfarsprúðir. Mér finnst þeim bést lýst þegar ég var þar staddur fyrir síðustu kosningar. Þar voru framsóknarmenn búnir að setja X Bus á kosningaskrifstofuna hjá sér, Guðni Ágústson veit ekki hvað bus þýðir. En framsóknarmenn í Reykjanesbæ voru tilbúnir að gefa íslenskunni frí fyrir töffið.

  

Þetta segir okkur reyndar líka hvað kjördæmin eru alltof stór. Hvernig eiga Guðni og Bjarni að geta talað við vennjulegt fólk í Reykjanesbæ?

 

Talandi um Reykjanesbæ, þá er ég hræddur um að nýja hverfið þeirra við brautina sé hálfgert klúður, héld þetta séu alltof margar lóðir sem var úthlutað þar í einu. Það þýðir að hverfið verður alltof lengi að byggjast upp og ekki gaman að vera með fyrstu íbúum þar. Eftir fimm og jafnvel tíu ár verða ennþá framkvæmdir þar með öllu því raski sem þeim fylgja.   


Nú geta allir kosið

Ég krefst þess að hægri grænir ( Magga og Ómar ) fá listabókstafinn M, þá ætla ég að fara með Guðmundi í Byrginu á kjörstað og sjá svipinn á honum þegar hann þarf að velja á milli B,D,S og M. 

Annars er ég búinn að setja upp könnun vinstra megin á síðunni. Þessi könnun er að flestum talin sú vísindalegasta. Ég sleppti Frjálslyndum, þeirra atkvæði verða reiknuð inní eftir á og svo setti ég smá orðaleik við Framsókn, því það jafngildir röskununni á heilastarfsemi ykkar sem þið verðið fyrir við að sjá Jón sáluga Sigurðsson daginn fyrir kosningar. 

Að lokum legg ég til að öll ummerki Framsóknar verði afmáð úr samfélagi þjóðann. 


Bjarni til í hvað sem er

Skil ekki hvernig er hægt að vera svag fyrir klámi og vinstri grænum í sama mánuði.  En Bjarni Harðar klámprins framsóknar sagði fyrr í þessum mánuði vera svag fyrir klámi. Í kvöld var hann að daðra við vinstri græna í kastljósi  "margt líkt með þessum flokkum og þeir eiga samleið" sagði Bjarni um vinstri græna og vill samband. Hann bað þjóðina einnig um að virða það við framsókn að hafa beðist afsökunar og að lokum kvartaði Bjarni yfir sambúð með íhaldinu.

Bjarni, þegar maður er hjá hjónabandsráðgjafa er ekki sniðugt að tala um næsta maka......held ég. 


Blogg-vinur

Áðan lenti ég í mjög skrítnu atrið, sem á sennilega eftir að fylgja mér alla ævi. Ég var að ganga Hallveigarstíginn og á horninu Hallveigarstíg og Bergstaðarstræti mæti ég blogg vini mínum. Strákur sem ég hef aldrei séð og það sást á mér. Ég gjörsamlega panikaði og þegar ég panika þá hreifist neðri vörin upp og niður og höfuðið á mér tekur snöggar hreifingar til hægri, ekki ósvipað hræddri hænu. En blogg-vinur minn horfði beint í augun á mér, þannig að ég greip utan um hann og sagði eitthvað. Hann sagði á móti "ha er ég góður strákur ?" "Já Gunni þú ert svo góður strákur" Svo losaði ég takið og beygði fyrir hornið. Það sem situr eftir er hvað hann er visinn. En rosalega góður strákur. 


Fáranleiki tilverunar

Ég var á fundi í gærkvöldi og hitti þar m.a. stelpu, hún kom til mín áður en fundurinn byrjaði og þurfti mikið að tala við mig. Þetta er rólyndisstelpa ca 30 ára, með brosandi augu og með mikla réttlætiskennd, hún er yfirlýstur feminismi og hefur örugglega alltaf kosið flokka til vinstri. 

Eg spurði hana með minni djúpu hljómfögru rödd, hvað henni lægi á hjarta? Þú breyttist andlitfall hennar og hún eins og andsetin af Ingva Hrafn sagði "helv... kerlingin búin að kljúfa flokkinn í herðar niður........ " svo sagði hún eitthvað meira sem ég gat ei greint sökum hræðslu.

Ég náði þó allan tíman að halda ró minni, en missti af því hvað hún sagði. Því spyr ég, hvað hefur Ingibjörg gert fyrir utan að vera stundum með þessa Sir lanka eyrnalokka og borða börn? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband