Hertar aðgerðir gegn mér

 

Ég segi nú bara eins og Ágúst Magnússon fv útvarpsrödd á Aðalstöðinni  " jahá þetta grunaði mig "

En þannig er mál með vexti að fyrir tæpum sólahring síðan viðurkenndi ég búðarhnupl hér á síðunni og strax er lögreglan búin að boða hertar aðgerðir gegn mér, sjá hér 

Svona virkar fasistaríki, en þetta kom mér ekki á óvart og því get ég sagt "Jahá þetta grunaði mig" 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnarsdóttir

Mæli með dulargervi næst þegar þú ferð í Byko. Ef þú skiptir hárinu á hlið, færð þér smá stripes og sýgur inn magann halda allir Selfyssingar með nærsýni uppá mínus fimm eða meira að þú sért Árni Johnsen nýkominn heim frá Grænlandi. Þá kemstu upp með hvað sem er :o)

Rúnarsdóttir, 6.4.2007 kl. 00:03

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér finnst þessar aðgerðir hið allrabesta mál. Bæði að kaupmenn tapi minna á þjófnaði, en ekki síður vegna gerendanna. Sumir unglingar hafa nebblega gott af því að láta bösta sig við að stela pepsí og snikkers, komast jafnvel að því að þeir komast ekki upp með allan andsk...

Ingvar Valgeirsson, 6.4.2007 kl. 01:01

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Nei stal í Byko og var nappaður, held þetta sé í fyrsta skipti sem ég reyni að stela og strax kemur löggan með hertar aðgerðir gegn mér. Langaði samt rosalega að stela appelsínum af trjám á spáni.

Ágústa......þetta er geymt.....sýgur inn magann.....hverslags...

Já auðvitað eru aðgrðinar góðar, var einu sinni verslunarstjóri og tók ungling með hlauppoka fyrir 49 kr. Það var full búð af krökkum í Árbæjarskóla inní versluninni, ég hringdi á lögguna og strákurinn missti af tíma, löggan talaði við skólastjóran og auðvitað foreldra. Eg efast um að margir af þessum krökkum hafi þorað að stela eftir þetta. Fyrir nokkrum árum var reikað út að stolið er fyrir 2.1 milljarð á ári í verslunum, það væri hægt að lækka verð umtalsvert ef komið væri í veg fyrir helming þessara þjófnaðar. 

Tómas Þóroddsson, 6.4.2007 kl. 12:35

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sammála Ingvari. Láta sjokkið koma við stuld á nammibarnum í Hagkaup en ekki í flatskjádeild BT.

Tómas þér gæti orðið illa vært á eyjunni. Næsta skref útlegð?

Jóna Á. Gísladóttir, 6.4.2007 kl. 12:38

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sammála Ingvari. Láta sjokkið koma við stuld á nammibarnum í Hagkaup en ekki í flatskjádeild BT.

Tómas þér gæti orðið illa vært á eyjunni. Næsta skref útlegð?

Jóna Á. Gísladóttir, 6.4.2007 kl. 12:40

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú er bara að taka þetta á bjartsýninni og ímyndaðu þér ef þú hefðir verið tekin tam. í Texas með bévítans pakkann.  Þá værir þú ekki til frásagnar Tommi minn.  Sætir í vondu fangelsi fanglesi með enn verri mönnum og öllum væri sama hvort þú værir sekur eða saklaus.  Gleðilega páska.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2007 kl. 13:22

7 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já vá......er Byko í Texas.

Jóna......á eyjunni ? verð ég sendur til Árna ? Stal hann ekki líka úr Byko??

Tómas Þóroddsson, 6.4.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband