8.4.2007 | 10:26
orð páfa "nýir vendir sópa best"
Vá, það sem ég myndi ekki gefa fyrir að vera Péturstorgi núna, geta séð Benedikt fara fyrir prósessíu kardínála, þar sem sólin glampaði á gullna hempu páfans. Tugþúsundir pílagríma að hakka í sig páskaegg og hlusta á "ubi et orbi" og svo er skotið upp flugeldum á eftir.
Annars er ég búinn að opna páskaeggið, málshátturinn er "nýir vendir sópa best"
En eitt hef ég aldrei skilið. Þegar maður er á skemmtistöðum og fólk ákveður að standa upp og fara að dansa, afhverju sumir þurfa að fara dansandi alla leið frá stólnum og útá dansgólfið.
Hátíðarstemmning á Péturstorginu; páfi byrjar páskamessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ea
- agnar
- almaogfreyja
- almal
- aring
- svartfugl
- annabjo
- arnfinnur
- atlifannar
- audureva
- aas
- duddi-bondi
- agustolafur
- arnim
- arnith2
- arh
- heilbrigd-skynsemi
- bergruniris
- birnag
- bjarnihardar
- bet
- heiddal
- bingi
- bleikaeldingin
- brandurj
- brelog
- gattin
- brynja
- dofri
- austurlandaegill
- egillrunar
- eirikurbergmann
- elinho
- ellasprella
- erla1001
- skotta1980
- kamilla
- evathor
- evropa
- disill
- eyvi
- fanney
- arnaeinars
- finnurtg
- fjarki
- dullari
- gretar-petur
- grimurgisla
- gudbjorgim
- marteinn
- gudmbjo
- gummisteingrims
- 1963
- gunnarb
- habbakriss
- halla-ksi
- doriborg
- hhbe
- haukurn
- heidathord
- latur
- rattati
- tofraljos
- helgatryggva
- 730
- nabbi69
- hrannarb
- hreinsi
- ibbasig
- ingo
- nosejob
- flis
- janus
- jonaa
- jonasy
- jontrausti
- drhook
- kallimatt
- hugsadu
- killerjoe
- klaralitla
- kolbeinnk
- buddha
- eldjarn
- kiddirokk
- lauola
- mafia
- maggib
- magnusmar
- magnusvignir
- gummiarnar
- businessreport
- vestskafttenor
- palmig
- marzibil
- ranur
- runarsdottir
- sigfus
- einherji
- sigurjonb
- sweethotmonkeylove
- skogsnes
- sp
- soley
- steindorgretar
- svenni
- saedis
- sollikalli
- tomasha
- truno
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- start
- viktoriaran
- skrifa
- thoragud
- thorgisla
- vitinn
- lygi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef aldrei skilið af hverju fólk þarf að dansa á skemmtistöðum, punktur. Í 90% tilfella er um að ræða fólk með danshæfileika á við gamlan strút og engum til framdráttar að viðkomandi reyni að hreyfa sig í takt við tónlistina þar sem takturinn er ekki til staðar og hefur aldrei verið. Fólk bara misskilur sjálft sig og stöðu sína í lífinu svo oft þegar áfengi er haft um hönd. Ranghugmyndir um eigin gáfur, kynþokka, danshæfileika og fjárráð fara að tröllríða húsum og svo endar gjarnan á því að fólk vaknar nýri*** við hliðina á einhverju ljótu trölli í ókunnugu húsi. Ekki ég samt, þetta kom einu sinni fyrir vin minn.
Öl er böl! Ég mæli með sódavatni.
Gleðilega páska
Rúnarsdóttir, 8.4.2007 kl. 10:50
Róleg á því, Ágústa.
Tómas Þóroddsson, 8.4.2007 kl. 11:15
Segi það nú líka, róleg, róleg. Ég pæli líka í svona hlutum Tommi eins og af hverju fólk gerir ákveðna hluti. Ég er bara svo smáborgaraleg að ég segi yfirleitt engum frá pælingum mínum. Er svo asnó eitthvað. Á mér leynda drauma um að vera á Péturstorginu og hlusta á páfa (jeræt).
Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2007 kl. 12:07
Huh! Ég skil það vel! Það er vegna þess að þegar mann langar að dansa gerir maður það bara! Engin ástæða til að bíða þangað til maður er kominn á þar til gert gólf!!
Kannski maður fari einhvern tímann á staðinn og reyni að koma flugeld í gylltan hattinn
Skál Rúnarsdóttir
Heiða B. Heiðars, 8.4.2007 kl. 12:08
Ég hefði átt að vita að maður á aldrei að reyna að spauga á páskunum, minnug þess hvernig fór fyrir Spaugsofunni hér um árið.
Rúnarsdóttir, 8.4.2007 kl. 12:20
Já og þeir gusa mest sem grynnst vaða. Ef Ágústa væri hestur, færi hún ein yfir árnar . En hún er ekki hestur... kannski me....meðlendingur? Uuu, Nei, sennilega ekki. Allavega, stelpur dansa.
HP Foss, 8.4.2007 kl. 13:35
Björgvin og Heiða ég var að meina ykkur
Já Ágústa reynum að halda þessu á aðeins alvarlegri nótum hér.
Jenný maður á að segja það sem manni finnst.
Tómas Þóroddsson, 8.4.2007 kl. 13:40
hehe, já einmitt fyndið þetta með að dansa útá dansgólfið. Fyrr má manni nú kitla í tærnar...svo er spurning um að dansa útí búð, úr og í vinnu....
Heiða Þórðar, 8.4.2007 kl. 13:56
Guð hvað þið eruð fyndin (not being ironic, finnst þið fyndin). Best er að vera ekkert að þvælast þetta frá borði og út á dansgólf. Bara dansa upp á borði. Og því fyllri, því betra.
Jóna Á. Gísladóttir, 8.4.2007 kl. 14:39
hahaha fyndin pæling! Eða fólk sem syngur í bílnum af þvílíkri innlifun að það gleymir sér á ljósum. Stend sjálfa mig að því að raula með, en er alltof meðvituð um að einhver sé að horfa .... gæti litið út eins og ég væri að tala við sjálfa mig.
Hugarfluga, 8.4.2007 kl. 16:38
Er að horfa á Benna messa yfir múgnum á Péturstorgi, eins gott að hann er textaður, skil ekki þetta asnalega tungumál. Ég dansaði nú líka upp á borðum í den og á leið á gólfið og leið í sætið og bara allsstaðar þar sem mig langaði til.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2007 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.