Ég ætla að kaupa hest.

 

 

 

Er ég kom að Kringlu tóku á móti mér hundur og kona, þetta var einmitt það sem mig langaði í. Hundurinn var svartur, hvítur og glaðlegur.  Hann gelti þrisvar þegar ég drap á vélinni, þefaði af mér er ég kom út úr bílnum og pissaði á afturdekkið vinstra megin.   Konan gerði það ekki.  Samt líkaði mér strax betur við hundinn, en ég heilsaði konunni kurteisislega með handabandi.  Hún sagðist heita Guðríður S en hún kynnti ekki hundinn.  Það er samt alltaf gert í Reykjavík.  Ég kunni ekki við að spyrja um nafnið á hundinum, kannski heita hundar ekkert í sveitinni.  Ég veit að rollur heita ekkert....nei það er öðruvísi, þær eru svo margar og flestar eins.  Svo er þeim slátrað á haustinn og maður skírir ekki eitthvað sem maður ætlar svo að drepa á morgun.  Ekki kunni ég heldur við að spyrja fyrir hvað S-ið stæði.  En meðan ég var að hugsa þetta klappaði ég hundinum. Guðríður rauf þögnina, sagði að við þyrftum að fara ríðandi því helvítis áin reif í sundur veginn.  Ég jánkaði, en fann mig ekki öruggan komin svona langt út úr Reykjavík.

 

Konan sem ég myndi giftast var í huga mínum grennri en Guðríður, hún á líka að brosa þegar hún sér mig, ég hafði reyndar aldrei verið með svoleiðis konu, en sumt finnur maður á sér.  Fullkomið traust var komið á milli okkar hundsins, hann lá á bakinu og lét mig klóra sér.  Ég hafði nú í gegnum tíðina átt auðveldara með að vingast við fjórfætlinga heldur en konur.  Ég sá að Guðríður horfði ábyrgðarfull á okkur en vildi örugglega ekki láta klóra sér . Ég þurfti ekki að spyrja hana því þessi augu hennar sögðu allt sem segja þurfti.  Ekki það að ég hefði spurt ef hún hefði horft öðruvísi, mig langaði heldur ekkert til að klóra henni.

 

Það gekk ágætlega að komast á bak og ferðin gekk vel til að byrja með.  En er við vorum búinn að ríða í um 10 mínutur henti merin henni af baki og þessi rólyndis kona sem mér fannst ekkert geta haggað stóð upp sparkaði í hundinn sinn og sagði “hættu að sleikja píkuna á henni helvítis perrinn þinn” fór svo á bak aftur á merinni og sagði mér að hann færi sennilega að rigna.  Hundurinn horfði skömmustulega á mig og mér leið eins og ég ætti sökina á því að hann náði ekki ætlunarverki sínu, svo ég leit undan og tók undir veðurspá hennar.  Við riðum af stað aftur.  Samband mitt við hundinn varð eftir þetta ekki það sama og það hafði verið.  Ef ég leit lúmskt á hann, leit hann altaf strax undan.  Korteri seinna vorum við komnir á áfangastað.  Vel var tekið á móti okkur, Jörundur hestaeigandi fór strax með okkur og sýndi mér hestinn sem ég átti að fara kaupa.  Hundurinn kom í humátt á eftir og vaktaði mig. “já þetta er vænsti hestur” sagði ég “vænsti klár....vænsti klár” sagði ég strax á eftir og reyndi með því að grafa fyrri setninguna.  Vænsti klár var meira prófessional, vænsti hestur sagði svo mikið um mig.  Ég hafði ekki mikið vit á hestum en mig langaði til að vera hestamaður !  Það voru ekki bara allir peninganir sem voru í hestamennskunni, heldur líka vera hluti af náttúrunni.

Í hvert skipti sem ég tók til máls, leit hundurinn á mig biðjandi augum, hann átti alltaf von á því að ég myndi segja Jörundi ferðasöguna, segja hvað hann ætlaði sér með merina.

 

Kaupin gengu vel fyrir sig, ég var orðinn maður.  Ég fann hvernig náttúran inní mér óx.  Nú gat ég með réttu talað um hesta, konur og vín.  Nú var bara að setja í sig kjark og tala við Báru um að fá leigt pláss hjá henni í hesthúsinu í Víðidal.  Ef að það mun takast og við jafnvel eiga góðar stundir yfir vínglasi í hesthúsinu hennar mun ég segja henni söguna um hundinn.  Svo er bara að vona að henni ofbjóði ekki þegar ég segi píka.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha.

Nútímafærð ''Garún Garún'' ? Góður! Átta mig samt ekki á því hvort þig dreymdi þetta eða hvort þú varst að droppa sýru.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.4.2007 kl. 22:22

2 Smámynd: HP Foss

Þessi hundur hefur verð að norðan. Ég þekki svona kóna. Þeir eru alltaf að norðan. Helst úr Mývatnssveitinni.

HP Foss, 7.4.2007 kl. 23:14

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, og voru hundarnir þá ekki undan Steingrími á Grímsstöðum?? annars held ég elsku Tommi minn að þú sért á samskonar lyfjakokteil og húsbandið mitt, hann er allavega ótrúlega steiktur eins og þú.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2007 kl. 23:16

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

til hamingju með hestinn sem vonandi heitir eitthvað en það er mesti misskilningur tommi að kindur heiti ekkert. almennilega fjárglöggir menn gefa þeim öllum nafn og þegar ég var í sveit hjá jóni í úthlíð voru þar 500 fjár og allt með nöfnum. sjálfur eignaðist ég þar vorlambið bjarnfríði sem aldrei skilaði sér svo af fjalli...

Bjarni Harðarson, 7.4.2007 kl. 23:46

5 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Góð ábending hjá þér Jóna.

Skilaboð á dulmáli hljómar vel.

Já held að hundurinn sé að norðan.

Fekk mér einn bjór í dag, þekki ekki þín lyf.

En sá sem keypti hestinn er úr Reykjavík, hann gat ekki vitað það. Bjarni ég held nú að Jón hafi í góðmennsku sinni sagt þér að lambið væri en á fjalli, en ekki á leið í SS útrýmingabúðir. 

Tómas Þóroddsson, 8.4.2007 kl. 00:04

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég segi nú eins og Bjarni, allar rollurnar í minni sveit hétu eitthvað og þær voru yfir 500 , lyfin eru bóndans og eru þvílíkt sterk að ég held að hann mundi trúa því að ég væri orðin vinstri-græn eða SF ef ég segði svo til.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2007 kl. 00:44

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég held að S hljóti að standa fyrir Samfylking. Skemmtilegur hundur.. af hverju keyptirðu hann ekki?

Heiða B. Heiðars, 8.4.2007 kl. 00:53

8 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Ásdís, hvað hétu þær?

Nei S-ið stendur ekki fyrir Samfylking. Hefði það verið líkt mér Hann hlýtur að verða keyptur í næsta kafla, eða í lokin.

Nei íslenskur kjáni. 

Tómas Þóroddsson, 8.4.2007 kl. 10:37

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant. Takk fyrir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2007 kl. 12:10

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tommi, 500 kindur, er ekki viss um að þú fáir öll nöfnin hér inn á síðuna þína, en þær báru góð íslensk nöfn, en ég man að ein hét Píka og ég man að ég átti alltaf mjög erfitt með að kalla á hana, enda alin upp á mjög siðsömu heimili

Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2007 kl. 18:38

11 Smámynd: Eydís Rós Eyglóardóttir

Eina nafnið á kind sem eg man úr minni sveit er Stygga Móra... enda eftirminnilega kind þar á ferð..... 

Eydís Rós Eyglóardóttir, 9.4.2007 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband