23.4.2007 | 16:25
Gott afmæli
Frænka mín bauð mér í fertugs afmæli sitt á laugardagskvöldið. Ég mætti í seinni kantinum og pakkalaus, enda nýbúin að gefa syni hennar fermingjagjöf. Fannst samt leiðinlegt að vera ekki með pakka.......en það er ekki hægt að gera bara það sem manni finnst skemmtilegt. Ég beið aðeins á bílaplaninu fyrir utan félagsheimilið, það er eitthvað svo augljóst þegar maður kemur pakkalaus einn. En ég þurfti nú ekki að bíða lengi, dreif mig inn í humátt á eftir hressum ættingjum ofan af Skaga. Frænka var alveg upptekin við að knúsa langt-síðan-við-höfum-sést ættingja og tók því ekki eftir mínum tveimur lausu höndum. En þegar röðin kom að mér opnaði ég lófan rólega í átt að borðinu og sagði með minni dimmu og alþýðlegu rödd til hamingju með daginn
Ég var settur á borð með fullafrænda, hann býður alltaf uppá drykkjukeppni ef einhverju á að fagna. Ef einhver heldur ræðu byrjar hann að kalla úr að ofan...úr að ofan og ég er eini sem hlæ.
Á sama borði var líka einhver gaur sem ég hafði aldrei séð, örugglega vinnufélagi frænku, en hann var svona rauð-sveittur tölvu gúró. Ég tók eftir því, að þegar hann þambaði bjórinn horfði hann alltaf til hliðar, framhjá glasinu. Hef ekki séð þetta áður, en virkaði ekki vel. Virkaði eins og hann hefði eitthvað að óttast. Skoðaði í kringum mig og sá að almennt horfir fólk á bjórinn þegar það drekkur. Ein stelpa reyndar lokaði augunum, ég hélt það héfði verið óvart og sagði því skál við hana og hún lokaði aftur augunum og drakk. Ótrúlegt hvað hægt er að stjórna fólki með Skál
Prófaði mig áfram og á ca klukkutíma var ég búin að fylla mágkonu mína af Skaganum, hún ældi á píanóið í einhverji eurovision-stellingu. Því ákvað ég að fylla ekki fleirra fólk og hætti að skála. Saumaklúbbs-matarborðið var tómt, engin lengur viðræðuhæfur og því komin tími á að drífa sig heim. Tók með mér sellófón-pakkaða-rauðvín-frá-Chile í nesti og aðgangseyri að eftirpartý. Fann ekkert eftirpartý og leigubílsstjórinn var þögull sem gröfin. Heima fann ég óskrifað blað sem ég ritaði á konan og hafið en það er titill á ósömdu ljóði mínu.
Athugasemdir
Bjargaðir deginum!!
Heiða B. Heiðars, 23.4.2007 kl. 16:45
Hlakka til að heyra um Konuna og Hafið. Þú ert fyndinn, það verður ekki af þér skafið.
Jóna Á. Gísladóttir, 23.4.2007 kl. 17:15
Tómas ertu að ljúga eða ertu að ljúga? Þú ert nú meiri bölvuð nánösin. Ég býð þér EKKI í tvítugsafmælið mitt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2007 kl. 17:17
Helvíti gott partý sýnist mér! Annars veit ég um nokkuð gott ráð langi manni að komast ódýrt í veislu. Það er að mæta bara í jarðarfarir. Fullt að eta og drekka, engir gjafir og allt ókeypis
Arnfinnur Bragason, 23.4.2007 kl. 17:49
Fínt! Fulli frændinn er mitt uppáhald - reyndar er það yfirleitt ég og ég verð að muna "úr að ofan" á næsta ættarmóti, brúðkaupi eða stórafmæli.
Ingvar Valgeirsson, 23.4.2007 kl. 19:27
Er hann að grínast? Hann er að grínast.
HP Foss, 23.4.2007 kl. 22:39
Kostuleg frásögn. Held að allar ættir séu með þessa blöndu af karekterum. Allavega kannaðist ég við flesta þarna
Guðmundur Þórðarson, 23.4.2007 kl. 22:57
Ég er ekki viss um að hann sé að grínast.
Rúnarsdóttir, 23.4.2007 kl. 23:07
Heyrðu heyrðu. ENGINN pakki Tommi? Ég býð Jenna í fertugsafmælið, ekki þér
Heiða Þórðar, 23.4.2007 kl. 23:18
Hún er að grínast Tommi, hún ætlar að bjóða þér.
Rúnarsdóttir, 23.4.2007 kl. 23:24
Afar skemmtileg frásögn af "skemmtilegu" patýi. Hvar mun maður geta séð Konuna og Hafið??
Rúna Guðfinnsdóttir, 24.4.2007 kl. 08:17
Konan & Hafið
Tæplega haffær ei siglir hans fleyta
því tylli á blogg þetta brag fyrir hann.
Karlinn svo klúr er þó alltaf að leita
konuna í sjálfum sér loksins hann fann
Þorsteinn Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 08:58
Takk kærlega fyrir öll og gott að enda þetta með góðu ljóði sem á vel við mig.
Tómas Þóroddsson, 24.4.2007 kl. 18:37
Hvað heitir mágkonan þín?
Kristján bróðir þinn (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.