Leiðsögn út í lífið.

 

Ég er nú bara eins og aðrir íslendingar með það, að ég hef óskaplega gaman að ljóðum og vísum.  Allur kveð-skapur er mér að skapi ef svo mætti komast að orði.  Frá því ég var ungur strákur hefur kveðskapur alltaf verið mitt helsta áhugamál og má með réttu segja að vísur, ljóð, kvæði og limbrur hafi mótað mitt líf.  Alltaf kemur kveðskapur mér jafn mikið á óvart og nær undantekningalaust hlæ ég dátt við að heyra nýtt kvæði.  

Eitt form á kveðskap hefur þó verið eins og rauður þráður í gegnum mitt líf, en það eru úrfellingakvæði og hef ég lagt nokkur slík á minnið.  Gríp ég ávalt og ber þau fyrir mig ef erfiðar aðstæður koma upp í mínu lífi og er það með ólíkindum hvað fólk hrífst með þeim sem kvæði kunna.

Uppáhalds úrfellingarkvæði mitt er Úllen dúlen doff og er það svona: Úllen dúllen doff, kikki lani koff, koffi lani, bikki bani, úllen dúllen doff.

Svo ég nefni nú dæmi, máli mínu til stuðnings.  Þá fór ég í bíó um daginn og þegar röðin var komin að mér að kaupa bíómiða kom smá fát á mig.......en þá greip ég í uppáhalds úrfellingarkvæðið mitt og tók þá á móti mér fliss, rjóðar kinnar og hugfangin glampi í augum afgreiðslustúlkunnar.  Þannig að ég skora á ykkur að leggja þetta úrfellingarkvæði á minnið og hafa til að grípa í.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert ruglukollur limbran þín !!! þetta heita limrur.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 14:14

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha Ugla-sat-á-kvisti-átti-börn-og-missti. Þetta kemur áfallt út á mér tárunum.  Tommi minn þessi ljóð heita ekki úrfellingarkvæði heldur útfellingar!  Eins og "limbrur" heita ekki limbrukvæði!

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2007 kl. 14:16

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ávallt meinti ég djísús þú drepur mig einn daginn Tómas

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2007 kl. 14:17

4 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Fín pikköpplína hjá þér!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 18.5.2007 kl. 16:12

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 við upphaf lesturs var ég að hugsa hvort þú ætlaðir að fara að sýna á þér alvarlega og mjúka hlið. Þó ég þekki þig auðvitað ekki neitt fannst mér þetta ansi dularfull byrjun. En, þú veldur ekki vonbrigðum .  Aftur á móti bendi ég á enska orðið limber sem þýðir liðugur og spurning hvort þú hafðir eitthvað slíkt í huga þegar þú talar um Limbrur. Tungulipur eða tunguliðugur... hmm..

Jóna Á. Gísladóttir, 18.5.2007 kl. 16:15

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, góóóður.

Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 21:09

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh my dog! Þvílíkur rugludallur sem þessi maður er!! 


Heiða B. Heiðars, 18.5.2007 kl. 21:22

8 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

BLOGGVINIR: Vegna góðra viðbragða við birtingu á þýðingu á smásögu eftir Tolkien (Laufblað eftir Nostra) á blogginu mínu hef ég ákveðið að birta frumsamda smásögu eftir sjálfan mig (sic!) á blogginu. Sagan er hér ef þið hafið áhuga:

Ásgeir Rúnar Helgason, 18.5.2007 kl. 22:41

9 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég vildi að ég væri svona vel að mér í kveðskap

Guðríður Pétursdóttir, 19.5.2007 kl. 07:42

10 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Hey Frómas, það er orðið langt á milli blogga... Ekkert að gerast hjá þér???

Guðríður Pétursdóttir, 22.5.2007 kl. 00:27

11 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Jæja... höhömm.... bara verið að svelta mann!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 22.5.2007 kl. 00:31

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu kannski með ISG og Össuri í stjórnarmyndunarviðræðum?? gæti trúað því  láttu heyra frá þér kæri samhverji

Ásdís Sigurðardóttir, 22.5.2007 kl. 15:05

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

átti að vera samherji, en stundum taka puttarnir völdin

Ásdís Sigurðardóttir, 22.5.2007 kl. 15:06

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hummm... hefur einhverjum dottið í hug að láta auglýsa eftir manninum?

Heiða B. Heiðars, 22.5.2007 kl. 20:01

15 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

@Heiða

Hann er örugglega að fagna með sínum manni sem var gerður viðskiptaráðherra nú rétt í þessu... Ætli Björgvin geri hann ekki að aðstoðarmanni sínum... þá fyrst ver nú að verða gaman að stjórnmálunum

Þorsteinn Gunnarsson, 22.5.2007 kl. 21:57

16 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Já rétt! Til hamingju með þinn mann Tommi!!!!!

Heiða B. Heiðars, 22.5.2007 kl. 22:38

17 Smámynd: HP Foss

Tómas hefur tekið sótt,
trítill ei til sóma.
Gepill átti góða nótt,
ýmist bar á góma.

HP Foss, 23.5.2007 kl. 23:04

18 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Maður fer bara að vera pínu skelfdur.. Tommi? Tooommi? Toooommmmiiii?

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 23.5.2007 kl. 23:04

19 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Voðalega eru þið sæt að leita að mér.........en ég var nú bara að reka menn úr stólum.  Það er ótrúlega mikið að gera hjá mér þessa dagana....en ég ætla reyna vera duglegur að blogga.  

Svo á ég líka eftir að lesa ótrúlega mörg blogg frá ykkur.  Það væri gott ef þið hefðuð það í huga að næst þegar ég fer í smá pásu að þið mynduð gera það líka.

Tómas Þóroddsson, 24.5.2007 kl. 00:06

20 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Og þú ert... ?

Heiða B. Heiðars, 24.5.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband