10.6.2007 | 22:57
Hvað er úti á landi?
Nestaði mig upp á Selfossi með þremur Línusamlokum, six-pack af kókómjólk, pipp-þrennu og fimm marrud snakk pokum....héf það alltaf á tilfinningunni að allir éti bara bugglis úti á landi.
Áður en ég lagði af stað hitti ég Bjarna Hauk Þórsson, hann hló alveg rosalega þegar ég las fyrir hann hvað stæði á þessu einkanúmeri og svo bað hann mig um að lesa það fyrir sig aftur og aftur og alltaf hló hann jafn mikið. Svo prófaði hann að halda fyrir i-ið og ég veit ekki hvert hann ætlaði þegar ég sagði honum hvað stæði þá. (sjá mynd að neðan) Alveg yndislegur maður hann Bjarni Haukur.
En þegar ég loks var tilbúinn, var klukkan orðinn tíu um kvöld og eiginlega kominn háttartími. Ég hef nú alltaf haft það að leiðarljósi í mínu lífi að standa við það sem ég lofa mínum samferðarmönnum og lagði því einn á stað austur. Eftir um 15 mínútu akstur sótti svona líka mikil syfja á mig, að ég lagði bílnum utan vegar við Þjórsárbrú og sofnaði í bílnum. Hafði ekki nennu til að tjalda.
Athugasemdir
þú mátt svo tjalda á svölunum mínum þegar þú kemur í bæinn, þar er sko askoti rólegt og notalegt, flott útsýni, þér líður eins og þú sért uppi á fjalli þar sem fullt af innfluttum álfum og tröllum búa í næstu fjöllum við hliðina
Guðríður Pétursdóttir, 10.6.2007 kl. 23:06
Greinilega pússlað saman því allra hollasta úr fæðupýramídanum ....feitabolla
Heiða B. Heiðars, 10.6.2007 kl. 23:36
Tommi!!! Ég fatta ekki pabb húmorinn. Er einhver möguleiki að fá hann útskýrðann???
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 10.6.2007 kl. 23:44
Maður sem býr á Selfossi þarf ekki að fara langt til að sjá landsbyggðina. Hann býr í einum mesta hunds..... sem ég þekki. Bakkafjörður er blómlegur í samanburðinum.
HP Foss, 11.6.2007 kl. 00:13
Fæst snakk á Selfossi? ...hélt að fólk úti á landi borðaði ekki svoleiðis..
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 11.6.2007 kl. 00:28
Held að hringferð sé röng aðferð til að svara spurningunni. þyrftir að fara vel 'úr leið' til að sjá eitthvað krassandi, þ.e. 'þetta fólk' eins og þú orðar svo skemmtilega. Minnir mig á mömmu þegar hún talar um Pólverja (svo hrikalegur rasisti blessunin)
Þar sem þú ert að aðgreina þig frá 'þessu fólki' held ég að árangusríkast væri að fara annað en þennann hefðbundna hring. 'Þetta fólk' á hringleiðinni er orðið of vant þessum eilífu hringferðum hinna veraldarvönu borgarbúa.
Aðalheiður Ámundadóttir, 11.6.2007 kl. 00:29
Tommi hann er dýrðardindill
dásamlega ruglaður
lífs í gleði, ljóssins kyndill
léttur, kátur, magnaður.
(Úr Bloggvinakvæðabálki sem birtur er í heild sinni á síðu minni)
Rúna Guðfinnsdóttir, 11.6.2007 kl. 00:39
Mér fannst þetta skrítin bloggfærsla. En það er svo dásamlegt að vera skrítinn..
Brynja Hjaltadóttir, 11.6.2007 kl. 00:42
Guðríður. já það væri ekki verra og bera saman fólk og svo þá sem búa úti á landi.
Heiða. Það má ekki bara hugsa um hvað er holt fyrir líkamann, það þarf líka að hugsa um sálina.
Kalli. Já ég er sammála þér, en hann sagði svona rosa hratt "hvað stendur hér" og ég bara svaraði Pabbi og hann hló og hló. Eg held samt að hann Bjarni sé fluglæs.
HP foss. Vert þú slakur....þú veist hvar ég er
Erla. Selfoss er ekki úti á landi sko
Aðalheiður. Ertu að gefa í skyn að þau reyni að vera eðlileg þegar þau sjá töff fólk koma inn í þorpið?
Rúna. Takk fyrir þetta, vona að þetta eigi eftir að lifa eins og ljóðið um lóuna og að ég verði þá einhverskonar vorboði.
Brynja. Það er skrítið hvað maður er skrítinn.
Tómas Þóroddsson, 12.6.2007 kl. 00:13
Töff fólk??? Ég tek athugasemdina mína til baka. Þú hefur verulega gott af hringferð! og gerðu viðvart þegar þú kemur á norður á AK, ég sendi mótttökunefnd til að taka út öll 'töffheitin' og bið sveitunga mína að bregðast sérlega 'eðlilega' við hrokanum
Aðalheiður Ámundadóttir, 12.6.2007 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.