14.6.2007 | 22:49
Laug sem ekki hreinsar
Vaknaði sem aldrei fyrr og fór í sund á Egilstöðum, já maður skilur svona sneið frá lesendum síðunar. Alveg frábært að fara í sund og öll aðstaða til fyrirmyndar. Eins og við mátti búast var sá Austuríski kominn þangað, aðeins rauður af sólinni síðan í gær. Hann sat í grunnu lauginni með 130 kg íslenska stelpu sér við hlið og horfði á mig með sigurglott á vör. Ég rölti til hans og sagði við hann á íslensku, hátt og snjalt, vitandi það að hann skildi ekki orð, en kærastan allt Heyrðu félagi....þú lítur út eins og austuríski-eyðnismitaði-fjöldasmitberinn sem löggan var að lýsa eftir í gær ekki sjens að sú feita hleypi honum uppá sig í kvöld. Á leiðinni úr sundlauginni stal ég útskriftargjöf, sem gefin var viku áður í Austurríki. Ekki það að ég ætlaði að nota þessa grænu skó, hef það bara á tilfinningunni að þeir eigi eftir að koma mér til góða.
Lagði mig aðeins eftir góðan þjófnað, var ekki í stuði fyrir varðstjórann og nokkuð öruggur um að mín yrði ekki leitað í tjaldi. Velti því fyrir mér hvort betra væri að vera hreinn á líkama eða sál, áður en ég sofnaði. Legg af stað í nótt til Akureyrar, held það sé betra að aðlagast Akureyringum hægt, sjá svona einn og einn vakna og koma rosalega hissa út á götu, hissa á að búa á Akureyri.
Athugasemdir
Ódýr lyfin í Rimaapóteki.
Jóna Á. Gísladóttir, 14.6.2007 kl. 22:58
Kva! Á að beila á Húsavík? Ég hef það fyrir satt að þar er ávallt öllum vopnbærum mönnum safnað saman þegar fréttist af 'utanbæjarmanni' í plássinu! Ég er eiginlega hálf hissa á að þú hafir ekki enn orðið var við 'utanbæjarmannshatur' á hringferðinni! Ég hélt að slíkur rasismi væri víðar en á Húsavík! Hins vegar ertu ávallt velkominn til Akureyrar. Það er hreint ekki svo vont að vakna hér. Já ég held meira að segja að það eina sem geti komið þér á óvart við að vakna á Akureyri sé hvað það er gott að vakna hér...
Aðalheiður Ámundadóttir, 15.6.2007 kl. 00:11
Tommi þú verður nú að koma við í Hveragerði í þessari hringferð þinni, fara í Laugaskarðssundlaugina. Það er laug sem hreinsar
Eiríkur Harðarson, 15.6.2007 kl. 00:30
Brynja Hjaltadóttir, 15.6.2007 kl. 09:35
Klikkar alveg á dagsetningunum... maður fer ekki til Akureyrar þegar ég er ekki þar. Svo einfalt er málið.
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 15.6.2007 kl. 11:14
Hahaha, þú ert nú alveg met!
Helga Dögg (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 13:58
Gamli minn ertu svo á hringferð? Ég kom heim frá Aey. í fyrrakvöld og dauðbrá þegar ég sá bæinn okkar, datt í hug að þú hefðir hjálpað til en við dæmumst víst saklaus í þessu máli, bæði að heiman og svo í ríkisstjórn saman aldrei hef ég hitt svona leiðinlega Húsvíkinga enda er ég þaðan, segðu bara að þú þekkir mig ef þú kíkir við, annars er Akureyri æði, þar var gott að vera eins og alltaf.Sjáumst. Verðurðu ekki í skrúðgöngunni á sunnud.???
Ásdís Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 18:56
Hrein sál er líkast til betra fyrir þig... en þú verður að sinna hinu hreinlætinu líka ef þú vilt fá okkur í heimsókn!
Annars leyfi ég mér að efast um að grænir skór hafi sett stórt strik í reikninginn. Hver lætur sjá sig í grænum skóm!
Heiða B. Heiðars, 15.6.2007 kl. 18:59
Gott þú tókst sneiðina Tómas. Hún var úr ólseigri ást.
Laufey Ólafsdóttir, 16.6.2007 kl. 03:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.