Allt að verða vitlaust

 

Þyrfti ekki að berja þessa menn!! Við vitum alveg að svona byrja hryðjuverkin. Eftir nokkur misseri verða þessi samtök orðin vopna- og eiturlyfjasmyglarar með ítök í ETA og PLO, farnir að skipuleggja hryðjuverk á helstu sérlefishöfum landsins. Legg til að múgurinn fari á austurvöll og krossfesti þetta lið kristni til heiðurs. Fari svo að heimili Sólveigar Péturs og frelsi kristinn mann hennar af krossinum.


mbl.is Vantrú heldur bingó á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurfæddur

 

En ef kristur myndi endurfæðast, myndi hann væntalega fæðast í bandaríkjunum. Svo yrði hann tekinn af lífi eins og lög gera ráð fyrir, nema núna yrði það gert með banvænnisprautu. Ætli það myndi venjast að sjá fólk með sprautu um hálsinn.  

Ég hefði samt viljað sjá þessa athöfn á Filippseyjum í fyrra þegar bretinn guggnaði og æstur lýðurinn hvatti hann áfram. Súrt. 


mbl.is Pínu Krists minnst með krossfestingum á Filippseyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hertar aðgerðir gegn mér

 

Ég segi nú bara eins og Ágúst Magnússon fv útvarpsrödd á Aðalstöðinni  " jahá þetta grunaði mig "

En þannig er mál með vexti að fyrir tæpum sólahring síðan viðurkenndi ég búðarhnupl hér á síðunni og strax er lögreglan búin að boða hertar aðgerðir gegn mér, sjá hér 

Svona virkar fasistaríki, en þetta kom mér ekki á óvart og því get ég sagt "Jahá þetta grunaði mig" 


Til Bjarna Harðar

 

Sæll hr Bjarni Harðar, þú svaraðir ekki þegar ég hringdi í þig og þess vegna verð ég að spyrja þig hér á blogginu mínu, því það lestu eins og glöggir lesendur hafa bent á. 

Spurning mín er einföld : Ef Guðni Ágústson er kóngurinn, afhverju eru þá allar stelpunar ykkar frú Harðar ? 


persónulegtblogg

 

Jæja þá er þessi dagur að verða búinn, var aðeins sérstakur dagur. Kennari sem kenndi mér fyrir rúmum 20 árum sagði að hann hefði gaman af að lesa bloggið mitt. Finnst vænt um það. Annars var ótrúlega mikið að gera hjá mér í vinnunni í dag 16 tíma vinnudagur.

Fór m.a. tvisvar í Byko á Selfossi og í seinna skiptið var ég tekinn fyrir að hnupla. Jamm en þetta er í fyrsta sinn.......fyrsta sinn sem ég er tekinn allavega, kannski hef ég stolið áður, veit ekki alveg. Ég fór inní búðina heilsaði stelpunum sem voru í saklausri fjáröflun að selja kökur og blóm, rauðhettur kapitalisma. Arkaði næst að spengilegum sölumanni, tók blað úr vasanum og las "ryksugupoka" sölumaðurinn sneri sér við og let mig fá kippu af pokum, ég þakkaði honum mikið vel fyrir og gekk út. Hva...bara búnar að selja allar kökunar? sagði ég við fjáröflunarstelpunar. Hva....á ekki að borga fyrir pokana sagði dimm rödd fyrir aftan mig. Þar var kominn sölumaðurinn. Jú ég taldi það rétt og borgaði. Ég virði það við staffið í Bykó þó það vilji vakta mig, næst þegar ég kem. Fór að spá í hvort það væri ekki hægt að vera með steluþjófadag, þá mætti stela smá og það væri viðurkennt þennan dag. Pælið hvað þeir litu illa út sem yrðu uppvísir að stuld einhvern anan dag, það væru lúðar.


Skipholt

 

Gekk að mér maður í Skipholti í dag og við áttum sérstakar samræður.

Ég : Góðan dag

Maður: Helvíti fór hann illa með mig, hann tók mig alveg......let mig fá smá fyrst, en svo var eins og hann væri alveg frosinn.

Ég: Já.........

Maður: Já hann var alveg frosinn, það var alveg sama hvað ég reyndi. Skrítið þegar þeir láta svona þessir kassar.

Ég: Já það borgar sig ekki að treysta á þá.

Maður: Já ótrúlegt hvernig þeir láta stundum þessir kassar......hann tók af mér 17.000.....ha hvað geri ég nú?

Ég setti dóttur mína inní bíl og þagði, hann sá örugglega að ég ætti ekki svör við öllu og kvaddi mig með "takk vinur" ég svaraði gangi þér vel, hann tók undir með "takk vinur" 


Færeyjar

 

Mikið ofboðslega er nú færeyska fallegt tungumál, hún er glettilega lík íslenskunni en er með eitthvað óútskýranlegt hljómfall sem íslenskan hefur ekki. Ég heyrði fjölskyldu Jógvan tala og þau töluðu öll eins og Rúnar Júl, fegurð, dýft og mýkt umfram reglur.

Tökum dæmi sem við höfum öll margoft velt fyrir okkur. Afhverju er aldrei, ekki skrifað aldrey og borið þannig fram ? Aldrey gæti verið hið fullkomna orð, ótrúleg dýft og lætur merkinguna standa og falla eins og ybsilon. 

Nú skora ég á ykkur öll, góðir íslendingar bætum málið okkar! Gerum íslensku að fallegasta tungumáli heims. 


Já hver gerði það!!!

 

Er nema von að löggan spyrji, þetta er eitthvað svo myndrænt. 

Svo ætlast þetta fólk til að fá göng til eyja, hvernig haldið þið að verði fyrir fólk í austur-Landeyjum að fá eyjamennina yfir um hverja helgi ofurölfi með skrílslæti.

 

 


Davíð, drag og Geir Jón.

 

Jæja þá er maður komin frá Canela á spáni og nú er ég að reyna lesa mig í gegnum fréttir síðustu daga. Skilst að Davið hafi ráðið þessu með álverið, finnst það cool hjá honum.

Hreppsnefnd Hveragerðishrepps ályktaði að dragdrottningarnar í dúettnum Hara væru hipp og cool, þið sjáið fréttina hér.

Vonandi sér Selfoss-stuðboltinn Einar Bárðar sóma sinn í að vísa þessum systrum frá keppni. 

Annars var ég ekki stoppaður í tollinum, sá gaur með kassagítar og notaði hann sem tálbeitu. Fór þá að hugsa um hvort betra væri að vera Geir Jón löggustjóri eða Geir og Jón flokkstjórar, við því er ekkert svar. 


Stokkseyri

 

álfar og tröll


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband