Tilraun nr 4

 

Vegna færslu minnar í gær um ungar konur, er rétt að láta ykkur vita að hún var uppspuni.  Ég var einungis að gera tilraun á mismunandi lesendahópum.  Ellý Ármanns var með sömu hálvita pælingar um daginn gagnvart strákum.  Hún fekk næstum engin viðbrögð, þrátt fyrir að vera með eina af mest lesnu síðum í blogginu.  Eg fekk mikil viðbrögð þrátt fyrir að vera lesinn fjórum sinnum minna en Ellý.  Þetta segir okkur að lesendahópur minn er greindari, meðvitaðari, næmnari og að öllu leiti betra fólk.  Aðstoðarmaður minn fékk líka í sínum niðurstöðum, að minn lesendahópur væri fallegri.  Ég á reyndar eftir að fá nánari útskýringu á þeim hluta tilraunarinnar. 

En hér kemur það sem Ellý sagði:

"Hvorki nefhár, eyrnahár, andremma, getuleysi né of stór kærleiksvöðvi*," svaraði góð vinkona mín þegar hún útskýrði fyrir mér af hverju í ósköpunum hún ákvað að trúlofast manni sem er tólf árum yngri en hún. Umrædd vinkona er ein af mörgum sem vilja ólmar fá unga íslenska menn inn á listann. "Komdu með tillögu!" sagði ég og beið eftir að hún kæmi með eitthvað virkilega bitastætt. Hún byrjaði að telja upp nokkra unga fola eins og hún kallar þá. Fyrstan nefndi hún Eið Smára, Halfdán hennar Völu Matt, Sveppa, söngvarann í Jeff who?, Audda, Færeyinginn í Xfactor, rauðhærða fréttamanninn með gleraugun á Stöð  2 og þar með var hennar folalisti tæmdur. Spurning hvað stelpurnar segja á morgun... 

* Kærleiksvöðvi = maginn


Sjálfstæðiseftirhernur

 

Hvað segja sjálfstæðisstrákanir núna ? Eru þetta ekki góð eftirlíking af ályktun Samfylkingarinar í Fagra Ísland ? Við skulum samt ekki gleyma að fagna breyttum áherslum hjá sjálfstæðismönnum, það er þroskamerki þegar menn geta breytt rétt.  Það sem Samfylking segir í Fagra Ísland er feitletrað og það sem Sjálfstæðisflokkur ályktar núna, er skáletrað:

Að ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir verði frestað þangað til fyrir liggur nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð.

Í drögum að ályktun um iðnaðarmál segir, að vegna þenslu sé æskilegt að hægja á ferðinni í virkjunarmálum og nauðsynlegt að klára rammaáætlun um virkjunarkosti sem fyrst.

Merkilega líkt !!

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur stefnir að frekari skattalækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yngri kona

 

Kunningi minn sem er búinn að vera á lausu í nokkur ár var að byrja með stelpu sem er 12 árum yngri en hann. Ég kváði aðeins er ég heyrði þetta, en hann sagði að þetta væri mjög mikill munur.

Nú væri hann með konu sem væri alltaf til í sex-ið, hún væri ekki með auka hár á líkamanum, hann þyrfti ekki að óttast andfýlu frá henni og hann væri laus við breiðar mjaðmir í rúminu sínu.

Ég gat nú lítið sagt við þessu og jánkaði bara með honum. 


Páskaegg.

 

Jæja þá er ég búinn að borða átta páskaegg í dag og bara nokkuð góður í maganum, en loksins er ég orðinn sáttur við málsháttinn sem ég fekk " þeir sem ráða, mega ganga til náða"

Samt finnst mér páskaegg ekkert sérstaklega góð, fyrsta er gott en hin ekki eins góð, þannig að meðaltalið er ekkert sérstakt.


við hafið....eða inní skógi.

 

Fyrir nokkrum árum bjó ég í Nottingham á Englandi, þetta var í úthverfi, við mjög stóran skóg. Ég taldi mér og syni mínum trú um að þetta væri Hróar hattar skógurinn.  Öll kvöld fór ég í gönguferð um svæðið og oftast rataði ég inní skóg.  Lykt í skógi getur verið mjög sérstök og sérstaklega þegar búið er að rigna.  Eitt kvöldið er ég var á göngu inní miðjum skógi sá ég tré sem mér fannst í fyrstu freistandi að setjast við og hvíla lúinn bein.  En það hafði einhverjum öðrum fundist freistandi að kúka á sama stað.  Þarna lá mannaskítur kylliflatur við tréið og þetta er sú alversta lykt sem ég hef fundið.  Lyktin var verri en í fjörunni á Akranesi áður en skólplögnin var lengd þar.

Þessvegna spyr ég: Hverjum datt í hug að setja forest-fresh og ocean-fresh í allar klósettskálar. Þetta er blanda sem passar ekki saman.  Já eða lemon-fresh, ég hef ekki getað drukkið herbalive sítrónutéið mitt síðan þeir byrjuðu á þessari vitleysu.  Afhverju dettur engum í hug gasoline-fresh eða old-house-fresh...........það myndi virka fyrir mig.


orð páfa "nýir vendir sópa best"

 

Vá, það sem ég myndi ekki gefa fyrir að vera Péturstorgi núna, geta séð Benedikt fara fyrir prósessíu kardínála, þar sem sólin glampaði á gullna hempu páfans. Tugþúsundir pílagríma að hakka í sig páskaegg og hlusta á "ubi et orbi" og svo er skotið upp flugeldum á eftir. 

Annars er ég búinn að opna páskaeggið, málshátturinn er "nýir vendir sópa best"

En eitt hef ég aldrei skilið. Þegar maður er á skemmtistöðum og fólk ákveður að standa upp og fara að dansa, afhverju sumir þurfa að fara dansandi alla leið frá stólnum og útá dansgólfið.   


mbl.is Hátíðarstemmning á Péturstorginu; páfi byrjar páskamessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ætla að kaupa hest.

 

 

 

Er ég kom að Kringlu tóku á móti mér hundur og kona, þetta var einmitt það sem mig langaði í. Hundurinn var svartur, hvítur og glaðlegur.  Hann gelti þrisvar þegar ég drap á vélinni, þefaði af mér er ég kom út úr bílnum og pissaði á afturdekkið vinstra megin.   Konan gerði það ekki.  Samt líkaði mér strax betur við hundinn, en ég heilsaði konunni kurteisislega með handabandi.  Hún sagðist heita Guðríður S en hún kynnti ekki hundinn.  Það er samt alltaf gert í Reykjavík.  Ég kunni ekki við að spyrja um nafnið á hundinum, kannski heita hundar ekkert í sveitinni.  Ég veit að rollur heita ekkert....nei það er öðruvísi, þær eru svo margar og flestar eins.  Svo er þeim slátrað á haustinn og maður skírir ekki eitthvað sem maður ætlar svo að drepa á morgun.  Ekki kunni ég heldur við að spyrja fyrir hvað S-ið stæði.  En meðan ég var að hugsa þetta klappaði ég hundinum. Guðríður rauf þögnina, sagði að við þyrftum að fara ríðandi því helvítis áin reif í sundur veginn.  Ég jánkaði, en fann mig ekki öruggan komin svona langt út úr Reykjavík.

 

Konan sem ég myndi giftast var í huga mínum grennri en Guðríður, hún á líka að brosa þegar hún sér mig, ég hafði reyndar aldrei verið með svoleiðis konu, en sumt finnur maður á sér.  Fullkomið traust var komið á milli okkar hundsins, hann lá á bakinu og lét mig klóra sér.  Ég hafði nú í gegnum tíðina átt auðveldara með að vingast við fjórfætlinga heldur en konur.  Ég sá að Guðríður horfði ábyrgðarfull á okkur en vildi örugglega ekki láta klóra sér . Ég þurfti ekki að spyrja hana því þessi augu hennar sögðu allt sem segja þurfti.  Ekki það að ég hefði spurt ef hún hefði horft öðruvísi, mig langaði heldur ekkert til að klóra henni.

 

Það gekk ágætlega að komast á bak og ferðin gekk vel til að byrja með.  En er við vorum búinn að ríða í um 10 mínutur henti merin henni af baki og þessi rólyndis kona sem mér fannst ekkert geta haggað stóð upp sparkaði í hundinn sinn og sagði “hættu að sleikja píkuna á henni helvítis perrinn þinn” fór svo á bak aftur á merinni og sagði mér að hann færi sennilega að rigna.  Hundurinn horfði skömmustulega á mig og mér leið eins og ég ætti sökina á því að hann náði ekki ætlunarverki sínu, svo ég leit undan og tók undir veðurspá hennar.  Við riðum af stað aftur.  Samband mitt við hundinn varð eftir þetta ekki það sama og það hafði verið.  Ef ég leit lúmskt á hann, leit hann altaf strax undan.  Korteri seinna vorum við komnir á áfangastað.  Vel var tekið á móti okkur, Jörundur hestaeigandi fór strax með okkur og sýndi mér hestinn sem ég átti að fara kaupa.  Hundurinn kom í humátt á eftir og vaktaði mig. “já þetta er vænsti hestur” sagði ég “vænsti klár....vænsti klár” sagði ég strax á eftir og reyndi með því að grafa fyrri setninguna.  Vænsti klár var meira prófessional, vænsti hestur sagði svo mikið um mig.  Ég hafði ekki mikið vit á hestum en mig langaði til að vera hestamaður !  Það voru ekki bara allir peninganir sem voru í hestamennskunni, heldur líka vera hluti af náttúrunni.

Í hvert skipti sem ég tók til máls, leit hundurinn á mig biðjandi augum, hann átti alltaf von á því að ég myndi segja Jörundi ferðasöguna, segja hvað hann ætlaði sér með merina.

 

Kaupin gengu vel fyrir sig, ég var orðinn maður.  Ég fann hvernig náttúran inní mér óx.  Nú gat ég með réttu talað um hesta, konur og vín.  Nú var bara að setja í sig kjark og tala við Báru um að fá leigt pláss hjá henni í hesthúsinu í Víðidal.  Ef að það mun takast og við jafnvel eiga góðar stundir yfir vínglasi í hesthúsinu hennar mun ég segja henni söguna um hundinn.  Svo er bara að vona að henni ofbjóði ekki þegar ég segi píka.   

 


jájá

 

Hver á að segja aðstandendum þessara 748 að maður þurfi að fljúga í 14.000 ár til að deyja í flugslysi. Ég gef lítið út á svona útreikninga.

"Flug er mörg þúsund sinnum öruggari ferðamáti en að fara í bíl eða fótgangandi. Aðra hverja sekúndu lendir farþegaflugvél eða fer í loftið einhversstaðar í heiminum."

Hvað eru margar milljónir manna gangandi í heiminum á hverji sekúndu ? Hvern er verið að reyna að plata?


mbl.is Farþegaflug aldrei verið öruggara en nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn í suðri

Já þeir kunna að koma sér á þing sjálfstæðismenninir í suðurkjördæmi.

447055512_0df5f92b9e_m

Picture%20510displayimage


Vitinn kominn

 

Jæja þá er eitt af mínum uppáhalds blöðum komið út, en það er hálfs-mánaðar-tímaritið-Vitinn. Þið getið lesið helsta skúbbið hér

Fyrir ykkur sem neitið að lesa Vitann af tískusjónarmiðum, ætla ég að gefa ykkur tvö auglýsingadæmi. Það fyrra er frá Halldórskaffi og er ég aðeins svekktur að missa af pizzukvöldinu í gær en svona er auglýsingin:

Halldórskaffi
auglýsir opnunartíma yfir bænadaga og páska
Miðvikudaginn 4. apríl opnar Halldórskaffi kl. 22:30
Pizzukvöld,  á Skírdag opnað kl. 18:00
Föstudagurinn langi lokað
Laugardagur opnað  kl. 22:30
Lokað á páskadag og annan í páskum
.
Svo er hin auglýsingin frá Icelandair eða Icelander hóteli. Þar finnst mér til eftirbreytni fyrir aðra verta landsins hvað næmnin er mikil þegar kemur að því að fara í buddu gestanna.Svona er hún :
Þrírétta máltíð hvers kvöld með kaffi er á kr. 4.200 - þannig að ekki ætti það nú að vera íþyngjandi - eða hvað??
Vinsamlegast pantið borð í tíma í síma 487 - 4900.
Starfsfólk Hótel Klausturs.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband