14.4.2007 | 15:06
snilld
Tölvukennsla miðalda
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2007 | 10:29
Laugardagsfréttaskýring
Landsfundur sjálfstæðismanna stendur nú yfir í Laugardalshöll. Fundurinn var settur með pompi og prakt á fimmtudag.Fundarmenn voru sammála um að setningarhátíðin hefði verið glæsileg. Virkilega góð hún Diddú og hefur sennilega aldri verið betri.
Eins eru fundarmenn sammála um að allur aðbúnaður í höllinni væri til fyrirmyndar.
Heimildarmaður minn á landsfundinum var samt hálf daufur í dálkinn. Sagði að menn væru skúffaðir yfir því að Davíð Oddsson kæmi ekki á landsfundinn. Menn í hinni nýju stuttbuxnadeild væru sannfærðir, að um afdráttarlausa yfirlýsingu væri að ræða hjá honum. Ekki er hann að naga blýanta hvíslaði einhver. En eins og ljóst er, hefur Davíð ítrekað ávítt forsætisráðherrann fyrir glannalega efnahagsstjórn og Geir virt að vettungi aðvaranir seðlabankastjórans.
Menn tóku mis mikið mark á nýju skoðanakönnunni þar sem fylgið var á niðurleið. Landsbyggðarfulltrúanir vildu meina að fylgistapið væri ekki Árnunum í suðurkjördæmi að kenna og Guðlaugs-fylkinginn sagði af og frá að kenna ætti getuleysi Geirs um það.
Já...það sér hver sjálfan sig með það sagði heimildarmaður minn í lok samtalsins, aðeins betri eftir að hafa fengið að romsa upp úr sér. Eftir þennan morgunfund, er nokkuð ljóst að ástandið í flokknum er eins slæmt og almenningur hefur sagt undanfarna daga. Má ljóst vera að ef samband Geirs og Davíðs ekki batnar gæti illa farið fyrir flokknum í kosningum þann 12. mai.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.4.2007 | 23:48
ég er ekki femmi
Ég er ekki feministi. Ég er jafnaðarmaður. Ég er ekki sammála kynjakvótum. Ég skil samt alveg fólk sem vill kynjakvóta, er orðið þreytt á ójafnrétti í þjóðfélaginu. Ég held bara að aðrar leiðir séu betri. Ég á mun fleirri stelpur en stráka. Ég vill öllum mínum börnum alveg jafn vel.
Mér var boðið á landsfund Samfylkingarinar í dag, að sjálfsögðu tók ég því. Mér fannst mjög gaman þegar þrír foringjar jafnaðarmanna á norðurlöndunum stóðu uppá sviði, allar stór glæsilegar og klárar konur. Það að vera með ca 1400 manns á svona fundi og allir með sama markmiðið er ótrúlega góð tilfinning. En þegar þær stóðu þarna og ræddu um hvernig þjóðfélag þær vildu fá, gerðist eitthvað hjá mér. Ég vill í hjarta mínu að Ingibjörg Sólrún verði forsætisráðherra vegna þess að ég treysti henni best og líka vegna þess að hún er kona. Já, því hún er kona. Ég vill samt ekki kynjakvóta og ég er ekki femmi. Ég vona að þið skiljið hvað ég meina. Ég vill að dætur mínar geti líka átt sér fyrimynd í stjórnmálamanni. Þess vegna vill ég að hún verði forsætisráðherra, vegna þess að hún er kona og vegna þess að hún hefur skýrustu myndina um jöfnuð og frelsi einstaklingsins.
![]() |
Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.4.2007 | 15:52
Frelsið
Það er eiginlega alveg stórmerkilegt að hvergi er menn betur undirbúnir til að tala um pólitík en næstum allsnaktir í pottum landsins. Hvað ætli geri það að verkum að menn opni sig ekki fyrr en þeir eru komnir í speedo sundskýlur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.4.2007 | 23:09
mótandi
Stundum héf ég spáð í orsök og afleiðingu, fæstir íslendingar gera sér grein fyrir því, að hveri orsök fylgir afleiðing . Ég átti yndisleg unglingsár á Selfossi. Fór í gegnum break- og Pálma-Gunnars-tímabil á forunglingsárunum, eins og flestir unglingar gera enn í dag. Þegar ég var 12-13 ára fannst mér töff að syngja ástin er eins og sinueldur, ástin er segulstál og óhræddur gekk ég inní stofu 11 í gagnfræðaskólanum og lærði að break-a. Kennarinn var Siggi Break, hann var fínn, þó ég hafi ekki náð tökum á þyrlunni, held það skrifist frekar á kjarkleysi mitt en lélega kennslu. Ormurinn og moon-walk voru eins og sniðin fyrir mig, fékk að liðast áfram í einhverskonar sýruvímu.
En ég þroskaðist nú upp úr þessari vitleysu og tók ekki þátt í þeirri róttæku hugmynd nokkura Selfyssinga að krefjast þess að Í.S.Í beitti sér fyrir því að breakdans yrði viðurkennd keppnisgrein á ólympíu-leikum.Þegar ég var orðinn 14-16 ára og hættur að dansa,( því sá sem kann að break-a fer ekki niður á það súra plan, að dansa aðra dansa ) reyndi ég að fá krakkana í skólanum til að tala á bekkjarkvöldum og á fimmtudagsdiskói, ekki bara horfa útí loftið og dansa eins og kjánar. Það tókst ekki vel, en í eðlilegu framhald á þessum kvöldum eignaðist ég leiðtoga lífs míns. Ég vissi að svona vildi ég vera, ég hlustaði á allt sem hann hafði að segja. Ég reyndi að læra allar hans hreyfingar og á gaggó-árunum var hver einasta hreyfing mín út hugsuð. Hver hreyfing eins og hjá honum. Ég man þegar stelpa sem ég var skotin í sagði að ég væri svo líkur honum. Ég man ekki alveg hvort það var áður en ég fór að einbeita mér að lærðri hegðun hans, eða eftir á. En það er ótrúlega margt sem þessi maður hefur afrekað. Þetta er maðurinn sem fann upp hringskegg, svona eins og allir dyraverðir ganga með á sér í dag. Þetta er maðurinn sem mótaði mig áður en hann fékk sér hringskegg. Læriföður minn. Þessi maður var alltaf tilbúinn að gefa af sér, fyrir mig. Ég var nú svo heppinn áðan að finna lítið myndbrot með honum á netinu. Skoðið hér.
En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Hann kom út úr skápnum á sóðalegu klósetti í almenningsgarði í L.A. Eins og það hefði ekki verið nóg, þá heyrði ég viðtal við Pál Óskar þar sem hann sagði þeir sem ekki þetta sáu, eru nú bara í afneitun við þig Páll Óskar vill ég segja: Þú ert nú bara hommi.
Auðvitað hefði ég átt að sjá þetta, hvað er þjónninn með mottuna og rauða klútinn um hálsinn að gera í myndbandinu?
Enn í dag fer ég ekki öðruvísi í sturtu en að setja hendur á hnakka og hreyfi axlinar rólega. Svört sólgleraugu eru staðalbúnaður hjá mér í sundi. En eitt hef ég aldrei heyrt almennilega. Hvað segir hann í restina (cool) (foul) eða bara svona típískt hljómsveita (úúúúúúu )
Atferlissálfræðingurinn minn sagði að auðvitað væri þetta töff að takast á við og ég yrði að fara aftur til for-unglingsárana. Svo nú er ég bara sauðslakur að fara setja kókosbollu á almenningssímann á bensínstöðinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.4.2007 | 19:00
Fréttaskýring
Hún var æpandi í tómleika sínum sú staðreynd að Davíð Oddsson ætlaði sér ekki að mæta á landsfund Sjálfstæðisflokksins.
Tveir sjálfstæðismenn hafa haft samband við mig, annar lýsti yfir öryggisleysi flokksmanna, menn væru ráfandi um eins og fé á leið úr réttum í sláturhús á meðan strákar úr stuttbuxnadeildinni væru hlaupandi um svæðið geltandi.
Hinn sagðist vera lystarlaus og með beinverki, hringdi reyndar til að biðja mig að ná í sig "þetta væri eitthvað svo skrítið" sagði hann
Þegar ég keyrði hann heim, sagði hann að það hefði mikið verið skrafað um það í byrjun fundar að Davíð væri að mótmæla því að Geir hefði fengið Árna Johnsen inn á þing aftur. Það hefði Davíð aldrei leyft.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.4.2007 | 16:24
Bolti, bjór og tjellingar
Jahá þetta grunaði mig.
![]() |
Fótbolti eykur frjósemi í Þýskalandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.4.2007 | 23:40
Ekki bara pólitík.
Hann var nokkuð góður þátturinn frá Selfossi í dag, þar sem efstu menn framboðana í Suðurkjördæmi tókust á. Margir bloggarar eru búnir að tjá sig um þáttinn og flestir sammála um að Björgvin hafi verið bestur, mæli með þessari síðu.
Það er alltaf gaman þegar einhver linkar á mann, helst vill maður borga í sama. Stundum er það þannig að maður finnur aldrei tækifæri til að gera það. En núna þurfti ég ekki að bíða nema í sólahring. Þá var Heiða búinn að skrifa það sem ég hugsa .toppið það skrifið þið núna hvað ég er að hugsa!!!
En aftur að þættinum, það voru nokkur atrið sem ég skildi ekki.
Guðni var alltaf gólandi þetta eru sósilistar mér skildist á málrómnum (sem er nú alltaf keimlíkur málrómi hans sjálfs) að hann væri að hræða kjósendur. En Guðni kjósendur eru hræddastir við framsókn.
Atli vg varð eins og kría á svipinn þegar hann var spurður hvernig ríkisstjórn hann vildi.
Ásta Islandshreyfingaflokkur veifaði sjálfri sér til að undirstrika að hún væri kona. Hver verður fyrst kvenna til að veifa brjóstunum til að sýna að hún sé kona?
Menn innan Sjálfstæðisflokksins velta því nú fyrir sér afhverju þeir mælast ekki hærri í suðri. Þeir mælast með svipað fylgi og í síðustu kosningum, en þá var klofningsframboð sem tók nokkur hundruð atkvæði og var því kennt um lítið fylgi. Nú skilst mér að þeir leiti sér nær.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
11.4.2007 | 10:14
Frændur okkar danir
Já þeir eru hressir á því frændur okkar danir. Þeir eru bara eitthvað svo lieglad. Ofboðslega gott að vera í danmörku, minnir mig alltaf á Noreg.
![]() |
Dani fundinn sekur um að hvetja til hryðjuverka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.4.2007 | 23:17
Fletcher bestur !
Hey nördar, hættið að hringja í mig og segja mér að man-utd hafi unnið 7-1, mér er alveg sama. Það er ekki eins og ég haldi með Róma. Samt töff AIG merkið á búningnum ykkar.
Samt eitt, afhverju stoppar gamalt fólk alltaf í hurðinni ? Takið eftir þessu næst þegar þið labbið á eftir 80 ára manni, þegar kemur að hurð þá stoppar hann og skoðar nýja rýmið sem býður hans. Svooooo..... fer hann inn um hurðina.
![]() |
Alex Ferguson: Besti Evrópuleikurinn undir minni stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)