Nýtt lag

 

Heitir það ekki sjóræningjaútgáfa þegar maður rænir lagi og birtir á netinu, áður en það er gefið út. Neðst á síðunni minni er lag sem að Gummi Steingríms og Marshall-inn eru búnir að eiga við. Góð pæling um sætu stelpuna.

Stimplið ykkur út, náið í börnin ykkar á leikskólann og spilið lagið fyrir þau, aftur og aftur.             

Til hamingju með daginn.


Martröð

 

Get ekki sofnað, ligg bara andvaka.  Ef ég reyni að loka augunum heyri ég "ekkert stopp" og sé mynd af Jóni Sig framsóknar-meinjak í litlu kaffistofunni að hakka í sig rækjusamlokur.  Af svipnum að dæma er hann örugglega búinn með sjö lokur............ ekkert stopp Jón.


N1

 

Eitthvað vaknaði ég nú öfugsnúinn í morgun, allt buggles-ið búið svo ég fór svangur í sturtu.  Eg var nú snöggur að taka gleði mína á ný, frá kvöldinu áður, þegar ég kom fram í forstofu. Því í bréfalúguna var kominn vandaður bæklingur frá nýstofnuðu fyritæki sem heitir N1. Mikið af frábæru lesefni í þessum vandaða bæklingu frá þessu nýstofnaða, kraftmikla fyritæki. Já þetta lofar góðu, þeir ætla að selja olíu í samkeppni við gömlu olíufélöginn og óska ég þessu glæsilega fyritæki farsældar. Vill ég jafnframt hvetja landsmenn til að versla þar því ekki stendur á tilboðunum.Þar er t.d. á bls 7 tilboð sem samanstendur af tveimur kortum og er gefið 1 kr í afslátt og svo tveir punktar. Svo er 1% afsláttur af matvöru í formi punkta. Svo er greiðslulykill og yfirlit á netinu.

Já það er ekki af þeim skafið hjá N1.

 Samt leið mér aðeins eins og ég hafi vaknað upp árið 1936, það er verið að bjóða mér fock-ings 1 kr í afslátt. 

 


Halastjarnan nálgast !!

 

Eru menn að tala um sama hlutinn?


mbl.is Banvæn símaveira!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferming

 

Mér var boðið í fermingarveislu hjá frænda mínum um helgina, þáði það með þökkum, þrátt fyrir tíma- og peningaleysið.  Sá í kirkjunni að hann var kominn yfir 180 cm á hæð og sá eini sem var með skegg. Ég þorði ekki að skamma pabba hans fyrir að raka hann ekki fyrir athöfn, veit reyndar að feðganir lesa bloggið og vonandi kunna þeir að skammast sín.  Sá líka að hann var ófríðasta fermingarbarnið. Þessvegna hætti ég við að gefa honum dönsk-íslensku orðabókina sem mamma hans gaf mér í fermingjargjöf og var óopnuð.

  Brunaði heim, strax að lokinni kirkju og náði í fermingarmynd af mér til að gefa honum.  Náði að peppa frænda upp, sýndi honum að ég hefði nú verið svona ljótur á fermingardaginn en væri í dag eins og módel frá París.  Á fermingarmyndinni minni er ég með alltof stórt nef, kinnbeinin búinn að stækka og með varir eins og Pamela Andersson, en augun alltof lítil.  Mamma sagði réttilega að á myndinni héfði ég verið eins og blanda af Kjartani Gunnarssyni fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og fóstri.

 


Þið þurfið ekkert að óttast....

 

Aðeins hefur borið á misskilningi meðal andstæðinga Samfylkingarinar að þegar hún tekur við, verði hér ekkert gert og þjóðarskútunni siglt á kaf. En það get ég fullvissað ykkur um að verður ekki gert.

  

Samfylkingin ætlar að fresta, já aðeins fresta álversuppbyggingu og gera heilstæða áætlun um hvar eigi að virkja og fyrir hvað. Svo eftir ca 3-5 ár þegar búið verður að gera áætlun þá er kannski tímabært að gera fleirri álver eða ekki, heldur gera eitthvað annað. Eitthvað annað þarf ekki endilega að vera jurtate framleiðsla eða ganga um á sauðskinsskóm. Í okkar hraða heimi getur gerst alveg ótrúlega mikið á aðeins 3 árum. En þið þurfið ekki að vera hrædd um að þurfa að ganga í sauðskinsskóm og drekka bara jurtate.

  

Á meðan Samfylkingin frestar álversuppbyggingu ætlar hún að setja kraft í samgöngubætur og það mun skila auknum hagvexti. Þannig að það verður mjúk lending eins og Davíð Oddsson bað um. Já við komum fram við alla að virðingu, sama af hvaða sauðarhúsi þeir koma.

  

Já og svo ætlar Samfylkingin að nota tímann, á meðan engar virkjanir verða til að taka heilbrigðiskerfið til endurskoðunar. Jafnaðarmönnum finnst ekki að biðlistar í aðgerðir eigi að vera lögmál, ekki frekar en biðlisti í 6 ára bekk. Það myndi enginn sætta sig við biðlista í grunnskóla, afhverju þarf það að vera lögmál að það sé biðlisti í hjartaþræðingu. Það sjá allir sem vilja sjá að það er þjóðhagslega óhagkvæmt að taka fólk úr umferð og setja á biðlista, það skapast ekki hagvöxtur á meðan, svo við lítum nú bara kalt á málið. 

  Þegar Samfylkingin verður búin að taka við mun hún stuðla að velferðarsamfélagi, með frelsi einstaklingsins í fyrirrúm. Samfylkingin veit að það er hægt að gera samfélag þar sem hagvöxtur er í hávegum hafður og jafnframt verður engin einstaklingur skilin útundan. Þetta er bara spurning um að þora. Þora að breyta, til að bæta.  

 


Fréttaskýring eftir landsfund.

 

Hátt í 2000 manns voru á landsfundi sjallana um helgina, sögðu mér fróðir menn. Telja menn að Geir Hilmar Harde sé ekki par ánægður með að hafa bara fengið 906 atkvæði í kosningu til formanns.  Rétt rúmlega helmingur fundarmanna virðist hafi kosið hann.  "Voru þetta skilaboð frá flokksmönnum" spurði eldri sjálfstæðismaður í suðurkjördæmi mig. Kannski var hinn helmingur fundarmanna að styðja yfirlýsingu Davíðs Oddssonar sem ekki sá sér fært að mæta á fundinn vegna anna í seðlabankanum þessa helgi. 

Nokkuð ljóst má vera að Sjálfstæðisflokkurinn skiptist í tvær ákveðnar fylkingar og væntalega er ekki langt að bíða uppgjörs á því heimilli.

Heimildarmenn mínir telja afar varasamt fyrir hina flokkana að fara í ríkisstjórn með svo brothættum flokki.

 


Davíð veit

 

Sennilega er þetta rétt sem Davíð Oddsson sagði þegar kvennaathvarfið  og hjálparstofnun kirkjunnar voru að benda á að alltaf þyrftu fleirri og fleirri á aðstoð að halda yfir hátíðinar. En Davíð sagði eftirminnilega "Þar sem er ókeypis matur, þar er röð"

 Sjá hér


dj

 

Hvert er hlutverk gaursins sem stendur alltaf hjá dj-inum* ? Hallar sér svona yfir hann. Ætli hann sé einhverskonar verndari hans ?

*diskótekari. En ef þú þurftir að nota þessa útskýringu, þá ertu í eldri kantinum, sem sagt dj er nútíma diskótekari og er töff.

 

 


sjallar á línunni

 

Eftir fréttatilkynningu mína fyrr í dag hafa nokkrir sjálfstæðimenn hringt í mig og ekki sagt farir sínar sléttar af flokksfundinum.  Einn sagðist ekki skilja hvert flokkurinn væri að fara, hvað eiga menn við með “ókeypis fyrir vistvæna bíla” “er dísel-inn minn vistvænn eða þarf hann að ganga fyrir rafmagni” ? þetta er eitthvað svo stefnulaust sagði hann.

  Kona í efri þrepum þjóðfélagsins sagði að skömm væri af því að menn skuli stinga hausnum í sand í heilbrigðismálum.   

Svo hringdi í mig sjálfstæðismaður sem er innanbúðarmaður í borgarkerfinu og sagði að þar væri allt uppí loft. Villi góði hefði gjörsamlega brjálast þegar samstarfsmenn hans kynntu “flugvöll á Hólmsheiði” því landsfundur flokksins væri með allt aðra ályktun á málinu.

  Já nokkuð ljóst má vera að innan Sjálfstæðisflokksins er mikil undiralda og verður fróðlegt að sjá hvort Geir nær að stíga hana, eða hvort styttra sé í einvígi Guðlaugs og Þorgerðar en nokkur hefði trúað þegar Geir tók við.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband