Var ekki nóg að láta mig hætta að reykja?

 

Af einhverjum ástæðum missti ég af fréttablaðinu á laugardaginn síðasta, en sá það fyrir tilviljun í morgun.  Þar á forsíðu er frétt um að Þorgrímur Þráinsson sé að skrifa "sjálfshjálpar" bók hann er búinn að finna titil á hana "Hvernig á að gera konuna þína hamingjusama" 

 

Þorgrímur. Ef ég einhverntíman eignast konu, þá frábið ég mér því að þú gerir hana hamingjusama.


Sko Arsenal eru bestir

 

Ég vona að drottningin útnefni Arsenal englandsmeistara 2007.


mbl.is Drottningin heldur með Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott afmæli

 

Frænka mín bauð mér í fertugs afmæli sitt á laugardagskvöldið. Ég mætti í seinni kantinum og pakkalaus, enda nýbúin að gefa syni hennar fermingjagjöf. Fannst samt leiðinlegt að vera ekki með pakka.......en það er ekki hægt að gera bara það sem manni finnst skemmtilegt. Ég beið aðeins á bílaplaninu fyrir utan félagsheimilið, það er eitthvað svo augljóst þegar maður kemur pakkalaus einn. En ég þurfti nú ekki að bíða lengi, dreif mig inn í humátt á eftir hressum ættingjum ofan af Skaga. Frænka var alveg upptekin við að knúsa langt-síðan-við-höfum-sést ættingja og tók því ekki eftir mínum tveimur lausu höndum. En þegar röðin kom að mér opnaði ég lófan rólega í átt að borðinu og sagði með minni dimmu og alþýðlegu rödd “til hamingju með daginn”

  

Ég var settur á borð með fullafrænda, hann býður alltaf uppá drykkjukeppni ef einhverju á að fagna. Ef einhver heldur ræðu byrjar hann að kalla “úr að ofan...úr að ofan” og ég er eini sem hlæ.

  

Á sama borði var líka einhver gaur sem ég hafði aldrei séð, örugglega vinnufélagi frænku, en hann var svona rauð-sveittur tölvu gúró. Ég tók eftir því, að þegar hann þambaði bjórinn horfði hann alltaf til hliðar, framhjá glasinu. Hef ekki séð þetta áður, en virkaði ekki vel. Virkaði eins og hann hefði eitthvað að óttast. Skoðaði í kringum mig og sá að almennt horfir fólk á bjórinn þegar það drekkur. Ein stelpa reyndar lokaði augunum, ég hélt það héfði verið óvart og sagði því skál við hana og hún lokaði aftur augunum og drakk. Ótrúlegt hvað hægt er að stjórna fólki með “Skál”

   Prófaði mig áfram og á ca klukkutíma var ég búin að fylla mágkonu mína af Skaganum, hún ældi á píanóið í einhverji eurovision-stellingu. Því ákvað ég að fylla ekki fleirra fólk og hætti að skála. Saumaklúbbs-matarborðið var tómt, engin lengur viðræðuhæfur og því komin tími á að drífa sig heim. Tók með mér sellófón-pakkaða-rauðvín-frá-Chile í nesti og aðgangseyri að eftirpartý. Fann ekkert eftirpartý og leigubílsstjórinn var þögull sem gröfin. Heima fann ég óskrifað blað sem ég ritaði á “konan og hafið” en það er titill á ósömdu ljóði mínu.

 


Gallup fellur, en mbl lafir.

 

Ef eitthvað er að marka þessa skoðanakönnun um að sjálfstæðisflokkur fái 55.5% í eyjum, er ég að verða sannfærður um að eyjamenn vilji láta koma svona fram við sig. Sjálfstæðismenn hafa ekkert gert í samgöngumálum til eyja síðustu 16 ár og myndi maður ætla að samgöngur væru aðalmálið í Vestmannaeyjum. Þær einar geta stoppað fólksfækkun, sem hefur verið 100 manns á ári síðustu 10 árin. Ég skil bara ekki hvað veldur því að rúmlega annar hver eyjamaður vill kjósa þennan flokk.

Það er svo rosalega hátt fallið hjá framsókn um land allt að engin minnist á að flokkurinn er að fara úr 23.7% í 14.2% í suðurkjördæmi, miðað við þessa könnun. Reyndar þeim til varnar verður að minnast á að könnun þessi hefur fengið mikla og réttmæta gagnrýni. Það segir sig sjálft að ef einn flokkur er tekin út og um hann spurt sérstaklega, þá fær hann hærra skor.

Samfylking mælist með 24% í þessari könnun, sem er nokkuð nærri því sem hún hefur verið að mælast með. Félagsvísindastofnun mældi Samfylkingu með 28% svo það mætti með sanni segja að flokkurinn sé á réttri leið og verði að öllum líkindum komin yfir 30% eftir þrjár vikur.

Vinstri grænir koma ágætlega út úr þessari könnun, auka fylgi sitt frá síðustu kosningum en eru ekki að mælast eins háir og í síðustu könnunum.

Svo er alltaf spurning hvort taka eigi mark á svona kjánkönnunum þar sem hið fyrrum virta fyritæki gallup legst svo lágt að spyrja óákveðna hvort þeir væru til í að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er auðvitað fáránlegt að vera með svona skoðanamyndandi kannanir. Það kemur engum á óvart að mogginn skuli taka þátt í þessari vitleysu, þeir eru viðurkennt málsgagn Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is D-listi með 55,5% fylgi í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mosó

 

Það er aðeins furðulegt að sjá hlakka í fulltrúa VG yfir því að ekki sé fjölmenni á fundi umhverfisverndarsamtaka.  En sumt verður svo skrítið í pólitík.  Reyndar væri ég alveg til í að heyra frá Karli þegar mæta yfir 60 manns á fund hjá VG næst.


Mín vörn

 

Nú hafa nokkrir undirmáls-samfélagshópar hótað mér.  Hótaninar eru mismiklar, allt frá því að menn hafi kennt uppá mig rasista gagnvart framsóknar-Jóni og uppí það “að menn hóta að leita mig uppi ” (sjá hér) “einn vildi meira að segja siga feministum á mig”.................sem er spark undir beltisstað. En rasisti er ég ekki og skal ég útskýra það hér. Ef þú ímyndar þér Jón sem þeldökkan mann að greiða skegg sitt og ef þú lest ummæli mín í því samhengi, þá sjá allir að ekki er um kynþáttahatur að ræða. 

 Þess vegna héf ég ákveðið að taka þessum hótunum eins og Valgerður tók hótunum um að henni skyldi drekkt. Nú mega þessir götustrákar eiga von á fógetanum með handtökuskipun.  En auðvitað á ég eitthvað af þessu inni, mikið af þessu á ég reyndar skilið. En samt mun ég kæra eins og Valgerður.

    Fyrir ykkur sem sjáið hvað ég er mikið fól að hlæja að mönnum sem greiða skegg sitt og líka þeim sem þora ekki að fight-a konur, ætla ég að fá að nota þessa mynd af mér til varnar mínum súríalisku skoðunum.  Ég er vinstra megin á myndinni.............. svo var ég rosalega hissa á að eiga ekki kærustu á þessum árum. (Sjá mynd)

Svo þegar ég fór að skoða þessa mynd betur af okkur Stebba, sá ég að bak við okkur hangir ljósmynd af manni sem er sennilega í sinni stellingu. En samt óþarfi að setja hana uppá vegg.

 


Furðulegt

 

Jáhá nú eru þeir rosalega hissa framsóknarmenn, en ef vídeó-ið sem fylgir er skoðað vel, skýrist ýmislegt. Þegar liðnar eru 1 min og 40 sek kemur formaðurinn í mynd og hvað skildi honum detta í hug að gera? Skoðið þetta og kjósið framsókn !!


mbl.is Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vertu aðeins meira töff

 

Sko Jón Viktor, það gleymdist aðeins að ala þig upp. Heldur þú að það sé töff að ná stórmeistaratitli með því að semja um úrslitin? Juventus var dæmt niður um deild fyrir það sama og þeir eru meira að segja fótboltagaurar, ekki skáknördar.  Það er ekki töff eða stórmeistaralegt að semja um úrslitin................. og hvað þá að SEMJA VIÐ STELPU. 

Var þér farið að hlakka til að mæta í vinnuna á morgun og segja hinum að þú sért "stórmeistari" ha ?? Hélstu kannski að yfirmaðurinn myndi láta klappa fyrir þér í seinna kaffinu?  Nei það verður bara hlegið að þér á kaffistofunni á morgun.  Þorðir ekki að keppa við stelpu nananananana.


mbl.is Jón Viktor náði fyrsta áfanga að stórmeistaratitli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnistök

 

Fréttamaðurinn geðþekki Magnús Hlynur sem oft hefur verið nefndur : “Sjónvarps-fréttamaðurinn með andlit fyrir útvarp og rödd fyrir dagblað” er nú um þessar mundir ritstjóri vikublaðsins Dagskráin, sem gefin er út á Selfossi.  Þetta blað hefur undanfarið vakið mikla kátínu í Árnessýslu allri fyrir furðuleg efnistök.  Nær undantekningalaust eru fréttir af blómum og trjám á forsíðunni.  Hedlænsin þessa viku eru “Hrafnshreiður í háspennumastri við Flóaveg” og “Sex fundarhlé” en seinni fyrisögnin vísar ekki í dulinn klámskilaboð eins og mætti halda.  Sjá Blaðið hér

göng

 

........og svo vilja þau fá göng til eyja, come on.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband