So....

 

Þarna sá ég verkstjórann koma á harða hlaupum með skrúfjárn í annari hendi og high five í hinni.......ég hörfaði aðeins, í óvissu minni um hvora höndina hann ætlaði að nota. Hann smelti high-five á mig, því Pálmi Gunnars var komin upp fyrir mig á blogg-vinsældalistanum.  Ok...... hann borgar mér laun svo ég sleppti því að fletja út á honum nefið, með hægri.   

gasoline

 

Hringdi í félaga minn áðan á meðan ég var að keyra, var sektaður fyrir það um daginn...en læt ekki segjast....ég held enn að ég geti talað í síma og keyrt.  Vinur minn hafði lítið að segja eins og vanalega......en hrökk svo í gír þegar ég sagði honum frá Tony´s County skemmtistaðnum.  Hann skellti á mig limru í gegnum ítalskan gervihnött og svona er hún:

Vindur, vindur...voða mikið....blæs á mig

Kindur, kindur......með síðuspikið....hvæs´ á mig

...hún er mjög góð spondant..............en á meðan á þessu stóð, dældi ég bensíni á dísel bílinn minn, borgaði það samviskusamlega og talaði í símann allan tímann. Skellti svo á, hringdi í viðgerðakallinn og lét draga mig í burtu. Segið svo að karlmenn geti ekki gert tvennt í einu. 


Hef séð þetta áður...

 

Ekki virkar þetta ennþá?  Nei ég held ekki....fylgið aðeins farið niður hjá þeim....en Samfó í suðri var í 34.9% er það sanngjarnt?  Erfit að segja, þarf að spyrja mér eldri menn.  En samt, það hlýtur að vera ásætanlegt að vera í 34.9% samkvæmt Gallup tveimur vikum fyrir kosningar.  Það eru þó tvær vikur til að bæta við fylgið.


Allt fram til glötunar

 

Ekki hefur verið um neitt annað rætt undanfarið en hvernig Elly tók toppsætið af Sigmari.  Hún gerði það í nettum Kristján-heiti-ég-Ólafsson stíl, klúrin á köflum en samt aldrei klámfengin.  Hún hefur fetað þessa hárfínu erótík-línu af einskæri kvennlegri næmni.  Oft hefur mér fundist hún fara yfir strikið, en viðmælendur mínir eru mér aldrei sammála og ætla ég að virða þeirra sjónarmið því flestir eru þeir yngri en ég.  Þessi leið á toppin hefur í aldana rás verið umdeild, en ekki skal ég dæma fyrir aðra hvort hún sé rétt eða röng.  Ég héfi í skrifum mínum reynt að gæta hófs og ekki tekið afgerandi skoðanir á viðkvæmum málum.  Mun ég halda því áfram þrátt fyrir að sum skrifin hér séu fyrir neðan allar hellur. 

Mér fannst það meira en dálítið sjokkerandi þegar ég sá að sú vandaða kona Ólína Þorvarðardóttir ætlar að detta í þann fúla pitt sem erótíkin allt leiðir.  Nú er hún farin að skrifa á sömu nótum og Elly hefur gert til að fullnægja sinni hégómagirnd.  Ég einfaldlega treysti mér ekki til að lesa lengra, en fyrirsögnina hjá Ólínu.  Hún hljóðar svona "þau náðu mér á náttkjólnum" og held ég að lesendur geti verið mér sammála um að þessi saga leiðir lesendur í heim hennar viltustu drauma.    

 


Sögur frá Kárahnjúkum.

 

Ég hef verið að heyra sögur af hrikalegum aðbúnaði starfsmanna þarna. Öll hreinlætisaðstaða ömuleg ofl ef þið vitið um einhvern sem hefur verið að vinna þarna eða ef þið hafið sjálf frá einhverju misjöfnu að segja, þá megið þið endilega mail-a á mig.

Netfangið er tomastho@simnet.is  með fyrirfram þökk, Tómas.


mbl.is Landlæknir ætlar austur að Kárahnjúkum eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tony´s County

 

Ok.....ég skil ekki alveg þessa frétt...............staðurinn heitir "Tony´s County" og er ekki í Harlem hverfi í New York, heldur er hann staðsettur mitt á milli Hveragerði og Selfoss. Þeir er ótrúlega bjartsýnir.....þangað á engin eftir að koma, nokkurn tíma. En jæja ímyndum okkur að þangað myndi einhver koma í kvöld í voða stuði, hann væri t.d. svona dansfífl......sem alltaf er til í snúning, en nei nei þá tæki á móti honum hjúkrunarfræðingur (sjá mynd með frétt) ..................og hann verður með 3 kg af skyri....sem dansfíflið þyrfti að borða.....áður en hann fer að dansa. Ég er ekki að segja að það sé eitthvað að því að borða 3 kg af skyri, en að þurfa dansa eftir það er ekki gaman.  

En gaman að segja frá því, án þess að það komi málinu eitthvað við........bara fyrst við erum að tala um þetta.................þá borðaði ég einmitt sex svona 500 gr peru-skyrdósir í hádeginu, sem er jú nákvæmlega 3 kg af skyri.


Takk, takk.

 

Ég er meira en minna búinn að dorma uppí rúmi síðan snemma í morgun.  Hvað líf manns getur breyst mikið við eina frétt og hvað áður yfirspenntur líkami minn, er nú allt að því yfirþyrmandi slakur.  Ég er í einhverskonar alfa-beta-móki og sé fram á, að þurfa ekki að sofa aftur í læstri hliðarlegu eins og allt síðasta ár.

  Nú er hún Valgerður búinn að tryggja varnir Íslands..........já hún er góð kona hún Valgerður utanríkiskona.  Öryggi mitt er tryggt, þökk sé dönum, norðmönnum og Valgerði.  Sniðugt hjá henni að velja ekki enskumælandi þjóðir......enskan er mjög ofmetin. ....

 


mbl.is Skrifað undir samkomulag við Norðmenn um varnarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

bls 10 í mogganum

 

Mikið ofsalega var ég hissa, er ég nývaknaður fletti á bls 10 í hinu virta og vandaða blaði, morgunblaðinu. Þar var þriggja dálksentimetra mynd af mér með texta undir.  Ég frussaði út úr mér morgunmatnum á morgunblaði og fann fyrir svimatilfinningu, áður en ég gat klipið mig í handlegginn í óljósri von um að vakna ekki.  Nei ekki var þetta draumur, þarna var ég í minni mynd.

  

En hún var skammvin gleðin sem tók við af svimatilfinningunni............. Hver setti þetta í morgunblaðið og hvernig vissi hann að ég var búinn að skrifa þetta?  Ég let hugan reika og það er í svona vímu sem allar bestu uppgötvanir heims hafa orðið til.  Ég veit það liggur ekki í augum uppi, hvernig þetta komst í morgunblaðið, en á þessu er til einföld skýring.

   

Það er nefnileg maður sem vinnur við að lesa blogg á morgunblaðinu!!  Ætli hann sé aldrei einmanna í vinnunni.........hvernig vinnufötum ætli hann sé látinn ganga í ?  Eitt sumar vann ég við að afgreiða ís í sjoppu og ég var látinn vera í ljósbláum bol, sem allir pössuðu í nema ég.  Svo var sett á mig húfa.........með vasa.... og það var alltaf að koma fólk inní sjoppuna sem var að reyna hlæja ekki.........þá finnst mér nú betra að hlæja bara að manni.  En blogglestrahestamaðurinn er örugglega í töff gallabuxum með svona smekk.....sem maður smellir yfir og svo veit hann örugglega allt um stjórnmál og hverjir eru vinir á blogginu og svona.

   

Ætli honum hafi aldrei langað að stelast til að svara einhverjum. “Sigmar ertu allsber” og svo búið......svo veit engin hvernig þetta kom inn.

   En rosalega héld ég hann hafi verið fúll þegar Styrmir mail-aði á hann þú tekur að þér “Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt” er það ekki?

 


Elly ofaná.......

 

Er að leita að gaur sem ég var að svara í gær. Fór á vinsældarlistann og sá þar að Elly Ármanns er kominn uppfyrir Sigmar sem er búinn að sitja á toppi listans síðan elstu menn muna. Nú skora ég á Sigmar að segja nokkrar kynlífssögur af félögum sínum og sjá hvort hann nái ekki Elly undir sig..........jamm


Loksins sátt

 

Ég er engin sérfræðingur um framsókn og veit því ekki við hverja þeir voru að sættast. En af svipnum á Jóni að dæma gæti hann alveg stofnað til rifrildis, einn í herbergi. Þannig að gott er að hann náði sátt við sjálfan sig í umhverfismálum, nú er þetta stríð búið .............

Hér er upplýsingafulltrúi framsókn með betra skjal um sáttina miklu. Það var eitt sem ég ekki skildi....það var þetta:

Geysir - jarðhiti                        Geysir er friðlýstur.  Skoðað í 2. áfanga Rammaáætlunar

 

Ég veit lítið sem ekkert um þetta mál....en eru þeir að hugsa um þetta í 2. áfanga ?? og í framhaldinu fór ég að velta fyrir mér Gullfoss, afhverju er hann ekki þarna. Já finnst ykkur skrýtið að maður sé varkár, þegar kemur að ykkur framsóknarmenn??


mbl.is Framsóknarflokkurinn kynnir sáttatillagu í virknanamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband