Loksins sátt

 

Ég er engin sérfræðingur um framsókn og veit því ekki við hverja þeir voru að sættast. En af svipnum á Jóni að dæma gæti hann alveg stofnað til rifrildis, einn í herbergi. Þannig að gott er að hann náði sátt við sjálfan sig í umhverfismálum, nú er þetta stríð búið .............

Hér er upplýsingafulltrúi framsókn með betra skjal um sáttina miklu. Það var eitt sem ég ekki skildi....það var þetta:

Geysir - jarðhiti                        Geysir er friðlýstur.  Skoðað í 2. áfanga Rammaáætlunar

 

Ég veit lítið sem ekkert um þetta mál....en eru þeir að hugsa um þetta í 2. áfanga ?? og í framhaldinu fór ég að velta fyrir mér Gullfoss, afhverju er hann ekki þarna. Já finnst ykkur skrýtið að maður sé varkár, þegar kemur að ykkur framsóknarmenn??


mbl.is Framsóknarflokkurinn kynnir sáttatillagu í virknanamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Góður punktur hjá þér Tommi

Sædís Ósk Harðardóttir, 24.4.2007 kl. 23:25

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég get alveg tekið undir með þér að það sé skrítið að mönnum detti yfir höfuð í hug að ræða um Geysi. Kortið er unnið þannig að allir þeir kostir sem teknir eru fyrir í rammaáætlun 1 og 2 eru settir inn á kortið og grein gerð fyrir þeim. Það var sá stóri hópur sem hefur komið að rammaáætluninni og hægt er að lesa um á vef landverndar, www.landvernd.is sem listaði þessa kosti upp. Við gerum grein fyrir okkar stefnu varðandi þá.

Gestur Guðjónsson, 24.4.2007 kl. 23:57

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þetta er það sáttaboð sem gert var og undirbúið var í sátt ALLRA FLOKKA á Alþingi, einnig Samfylkingar í lagafrumvarpi sem stjórnarandstaðan hafnaði að afgreiða á síðustu dögum þingsins. Samfylkingin sem sagt ekki standa við sitt í henni, heldur kaus að reyna að veiða í drullugu vatni fyrir kosningar. Athugaðu að frumvarpið fól í sér að hendur iðnaðarráðherra væru bundnar til 2010, en nú eru þær alveg óbundnar, vegna afstöðu stjórnarandstöðunnar.

Hlakka til að sjá hvaða afstöðu Samfylkingin hefur í þessum málum, í ljósi Fagra Íslands, Kristjáns Möller og síðustu yfirlýsinga ISG um að ekki megi baka ríkinu skaðabótaábyrgð. Allar þessar stefnur stangast á.

Gestur Guðjónsson, 25.4.2007 kl. 00:02

4 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Ég geyspa alltaf þegar ég les um Framsókn.. áttu ekkert meira djúsí?

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 25.4.2007 kl. 00:03

5 identicon

Hvað þýðir þetta: "Nú eru hendur ráðherra óbundnar vegna afstöðu stjórnarandstöðunnar"? Þýðir það að við þurfum að semja við Framsókn um vernd gegn Framsókn? Að ef við bindum ekki hendurnar á Jóni minnipokamanni þá vaði hann bara uppi og geri allt sem honum dettur í hug eða honum er sagt? Er ekki rétt að við efnum til þjóðarsáttar um að binda hendur Framsóknar í eitt skipti fyrir oll?

Pétur Björnsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 00:41

6 identicon

Líklega er ég orðin eitthvað víruð eftir mikla vinnutörn í dag (gær??) en ég fékk alvarlegt hláturskast þegar ég las þetta: „En af svipnum á Jóni að dæma gæti hann alveg stofnað til rifrildis, einn í herbergi.“ Sá framsóknarformanninn fyrir mér eins og Gollum „my precious“ í Lord of the Rings, þegar hann reifst við sjálfan sig. Ef ég man rétt tókust litlar sættir með Gollum og Gollum  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 00:46

7 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Hahahaha... Jón og Gollum... hressandi samlíking Anna!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 25.4.2007 kl. 00:51

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég er voðalega sáttur við Jón...

Gestur, þakka þér fyrir þitt komment.

Ingvar Valgeirsson, 25.4.2007 kl. 08:21

9 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Sædís.Já mér finnst eitthvað bogið við þetta.

Gestur.Gaman að þú skulir nota "veiða í drullugu vatni" í þessu samhengi og er það versta sem fyrir þjóðina gat komið að hendur iðnaðarráðherra væru alveg óbundnar??? Hvernig fól er þetta?? Það er ekki skrítið að maður treysti ykkur ekki alveg.

Fanney.Kemur á eftir

Rocco.Held það sé rétt mat á framsókn.

Pétur. "Þýðir það að við þurfum að semja við Framsókn um vernd gegn Framsókn?" upplýsingafulltrúi þeirra lætar að því liggja. Góður punktur. 

Anna.Ég á allavega auðvelt með að ímynda mér hann einan í herbergi, alveg brjálaðan.

Dúa.Þetta mat er allt svo misjafnt.

Ingvar.Ég er ekki alveg sammála þér með Jón, en kemur ekki á óvart að þú skulir vera sáttur við hann, framsóknarmaður að norðan 

Tómas Þóroddsson, 25.4.2007 kl. 08:56

10 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Gunnar.bwhahahahahaha

Tómas Þóroddsson, 25.4.2007 kl. 08:56

11 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Tommi þú áttar þig á því að það er ekki víst að það verði jafn vandaðir menn eins og Jón í embætti iðnaðarráherra eftir kosningar. Þess vegna...

Bíð enn eftir afstöðu Samfylkingarinnar...

Gestur Guðjónsson, 25.4.2007 kl. 09:14

12 Smámynd: Tómas Þóroddsson

hummmm.....Gestur viltu að ég komi með sáttartillögu??

Tómas Þóroddsson, 25.4.2007 kl. 13:58

13 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hvað af því sem Samfylkingin hefur sagt er stefna hennar, allt þrennt? vernda allt, virkja sumt, halda áfram?

Gestur Guðjónsson, 25.4.2007 kl. 15:46

14 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já Gestur, heimurinn er ekki bara svartur eða hvítur. Samfó vill endurmeta landið, ekki svona eins og þið gerðuð í fyrradag. Á meðan verður ekki virkjað og á meðan verður farið í vegasamgöngur og tekið til í heilbrigðiskerfinu. Þannig að lendingin verður mjúk. Þegar búið er að meta landið eftir ca 3-5 ár þá er hægt að virkja ef það er vilji og þörf. 

Tómas Þóroddsson, 25.4.2007 kl. 17:03

15 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Held að það hafi bara verið gott að Geysir var þarna með því þá er ekki hægt að klína því á Framsóknarmenn að þeir séu kanski með hugann við "Haukadalsvirkjun".  Held reyndar að engum ditti í hug að nýta jarðhitann þarna til virkjunnar, en maður veit þó aldrei hvað mönnum dettur í hug.  En þetta er þó afstaða Framsóknarflokksins.  En af hverju ætlar Samfylkingin að taka svona langan tíma í að endurmeta landið?  Og hvar ætlar Samfylkingin að fá fjármagn til að fara bæði í gagngerar endurbætur á vegakerfinu og heilbrigðiskerfinu á 3-5 árum? 

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 25.4.2007 kl. 23:22

16 Smámynd: Tómas Þóroddsson

ég þreytist aldrei á að reyna að útskýra þetta fyrir framsóknarmönnum.

Skoðaðu þessa færslu hjá mér

Tómas Þóroddsson, 25.4.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband