bls 10 í mogganum

 

Mikið ofsalega var ég hissa, er ég nývaknaður fletti á bls 10 í hinu virta og vandaða blaði, morgunblaðinu. Þar var þriggja dálksentimetra mynd af mér með texta undir.  Ég frussaði út úr mér morgunmatnum á morgunblaði og fann fyrir svimatilfinningu, áður en ég gat klipið mig í handlegginn í óljósri von um að vakna ekki.  Nei ekki var þetta draumur, þarna var ég í minni mynd.

  

En hún var skammvin gleðin sem tók við af svimatilfinningunni............. Hver setti þetta í morgunblaðið og hvernig vissi hann að ég var búinn að skrifa þetta?  Ég let hugan reika og það er í svona vímu sem allar bestu uppgötvanir heims hafa orðið til.  Ég veit það liggur ekki í augum uppi, hvernig þetta komst í morgunblaðið, en á þessu er til einföld skýring.

   

Það er nefnileg maður sem vinnur við að lesa blogg á morgunblaðinu!!  Ætli hann sé aldrei einmanna í vinnunni.........hvernig vinnufötum ætli hann sé látinn ganga í ?  Eitt sumar vann ég við að afgreiða ís í sjoppu og ég var látinn vera í ljósbláum bol, sem allir pössuðu í nema ég.  Svo var sett á mig húfa.........með vasa.... og það var alltaf að koma fólk inní sjoppuna sem var að reyna hlæja ekki.........þá finnst mér nú betra að hlæja bara að manni.  En blogglestrahestamaðurinn er örugglega í töff gallabuxum með svona smekk.....sem maður smellir yfir og svo veit hann örugglega allt um stjórnmál og hverjir eru vinir á blogginu og svona.

   

Ætli honum hafi aldrei langað að stelast til að svara einhverjum. “Sigmar ertu allsber” og svo búið......svo veit engin hvernig þetta kom inn.

   En rosalega héld ég hann hafi verið fúll þegar Styrmir mail-aði á hann þú tekur að þér “Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt” er það ekki?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Af hverju pössuðu allir í bolinn nema þú? 

Heiða B. Heiðars, 25.4.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Þú ert bara orðinn celeb eftir að þú hraunaðir yfir okkur skákmennina

Sveinn Arnarsson, 25.4.2007 kl. 22:42

3 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Gætirðu birt mynd af þér í þessum bol og með vasa-húfuna? Þú hefur greinilega verið afar mikill tappi...

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 25.4.2007 kl. 22:47

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Þetta er ekkert. Á Rás 1 er kona í fullri vinnu við dagskrárliðinn Fugl dagsins.

Heimir Eyvindarson, 25.4.2007 kl. 23:16

5 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Heiða. yfirmaðurinn keypti bara medium og hin voru svo visin.

Sveinn. Já pabbi sagði við mig þegar ég var lítill "skákinn á eftir að gera þig frægan" hann hefur nú oftast rétt fyrir sér.

*eyða"gunnari þór"út*_121121_*

Fanney. tappi er vægt til orða tekið.

Tómas.Góður.

Dúa. Jammm

Heimir. bwhahahahahah

Tómas Þóroddsson, 25.4.2007 kl. 23:46

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...ok, það var þannig sem blái bolurinn passaði ekki, var að velta þessu fyrir mér.

Ég sá þetta blað og fékk svei mér bara sömu tilfinningu. Veit ekki hvort það var samúð eða skelfingin við að reyna að rifja upp hvað ég sjálf hafði skrifað síðast . Þetta kallar á ritskoðun sem part af skrefi 1.

Laufey Ólafsdóttir, 25.4.2007 kl. 23:57

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hafðu mín ráð og hættu að kaupa Moggann, þú getur þá allavega borðað morgunmatinn óáreittur. XD kveðjur til þín

Ásdís Sigurðardóttir, 26.4.2007 kl. 00:12

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Samúðarkveðjur yfir að hafa verið 'papperíaður' fyrir moggeríið.

S.

Steingrímur Helgason, 26.4.2007 kl. 00:12

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég minnist þess ekki að hafa spáð þér neinum frama í skákinni Tommi minn.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.4.2007 kl. 00:17

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

NB! Kaupi ekki Moggann. Vinsamlega segja mér hvaða blogg frá þér varð svona frægt.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.4.2007 kl. 00:18

11 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þú ert engum líkur

Rúna Guðfinnsdóttir, 26.4.2007 kl. 09:09

12 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Hann Tommi

Rúna Guðfinnsdóttir, 26.4.2007 kl. 10:31

13 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Laufey.Blái bolurinn...ohh..já.skrýtinn tilfinning.

Ásdís,Já búinn að segja honum upp.

Steingrímur.Já en samt töff að komast á tréið.

Jóna.Nei það er hinn pabbi minn...sko

Jóna. Þorgríms Þráins.

Rúna. Takk.

Jóna Ingibjörg. Jú misstir af minni heimsfrægð.

Gunnar.hummm...þekkir þú mig? 

Tómas Þóroddsson, 27.4.2007 kl. 00:57

14 Smámynd: Tómas Þóroddsson

.....og nú þekki ég manninn

Tómas Þóroddsson, 27.4.2007 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband