Efnistök

 

Fréttamaðurinn geðþekki Magnús Hlynur sem oft hefur verið nefndur : “Sjónvarps-fréttamaðurinn með andlit fyrir útvarp og rödd fyrir dagblað” er nú um þessar mundir ritstjóri vikublaðsins Dagskráin, sem gefin er út á Selfossi.  Þetta blað hefur undanfarið vakið mikla kátínu í Árnessýslu allri fyrir furðuleg efnistök.  Nær undantekningalaust eru fréttir af blómum og trjám á forsíðunni.  Hedlænsin þessa viku eru “Hrafnshreiður í háspennumastri við Flóaveg” og “Sex fundarhlé” en seinni fyrisögnin vísar ekki í dulinn klámskilaboð eins og mætti halda.  Sjá Blaðið hér

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Láttu ekki svona Tommi, þetta eru mál sem brenna á Sunnlendingum...

GK, 19.4.2007 kl. 15:26

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Það er greinilega mikið plottað þarna á fundum, margt rætt sem ekki þolir dagsins ljós uppi á borðum fundarmanna allra...

Jón Þór Bjarnason, 19.4.2007 kl. 15:42

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Gul pressa í sveitinni!!

Heiða B. Heiðars, 19.4.2007 kl. 18:13

4 identicon

bwahahahahahah... ég hló upphátt:p

Katrín Hin Káta (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 21:11

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vertu glaður, það má nú breyta um stíl af og til, bæ ðe vei, ég hélt þú mundir koma í kaffi í Tryggvaskála í dag, hvar varstu??

Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2007 kl. 21:27

6 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

“Sjónvarps-fréttamaðurinn með andlit fyrir útvarp og rödd fyrir dagblað” ... ég grenjaði úr hlátri...

Þorsteinn Gunnarsson, 19.4.2007 kl. 23:14

7 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Gummi. Nei, það eiga allir að lesa Sunnlenska.

Jón. Já sumir eru ekki búnir að jafna sig á að meirihlutinn sprakk fyrir jól.

Heiða. Gula pressan var fundin upp á Selfossi

Takk Katrín

Ásdís.Hvernig get ég verið glaður, það bauð mér engin í kaffi.

Þorsteinn.Ertu ekki sammála greiningunni?

Tómas Þóroddsson, 20.4.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband