10.3.2007 | 01:58
"svolítið spes kjóll"
Er ekki komin tími á að konur hætti að gagnrýna aðrar konur fyrir klæðaburð sinn. Þetta er varaþingmaður sjálfstæðisflokksins, orðin þetta gömul og en að hugsa um hvort einhver hafi verið í "svolítið spes" kjól með svona "grænu á"
Hvað ætli þingmaður sjálfstæðisflokksins sé að meina, verða sumir bara alltaf svona á meðan aðrir hætta í kringum 12 ára aldur að gagnrýna klæðaburð annara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.3.2007 | 21:06
Hver var í starfsþjálfun
Alveg frábær þessi tími þegar grunnskólakrakkanir koma inní fyritæki í starfsþjálfun. Nú er sá tími greinilega runninn upp. Morgunblaðið hefur verið að færast nær nútímanum á undanförnum misserum og er það því í takt við nýja stefnu blaðsins að láta einhvern ungling skrifa leiðara dagsins í dag.
" og hefur Geir Harde því staðist sína fyrstu raun í frumvarpi um stjórnarskrána"
Jahá var það ?
og svo var það Gulli í Fellaskóla sem fékk að spreyta sig á forsíðunni: "Jón, Guðni og Jón stóðu þétt saman gegn Sif " hvaða vitleysa er þetta?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.3.2007 | 00:30
Gjaldeyrishöft íhaldsins
Björgólfur Thor sagði orðrétt á fundi í dag "Ísland er fyrsta lýðræðisríkið á þessari öld sem setur gjaldeyrishöft....... á sama tíma dreymir mönnum um að setja á stofn alþjóðlega fjármálamiðstöð" Björgólfur talaði líka um að fara með Straum -Burðarás til Englands eða Írlands.
Geir Harde kom í kvöldfréttir ruv áðan, reyndi að halda cool-inu, en tókst ekki fyrir óöryggi í röddinni.
"Hann.... ræður því...... hvar hann........ hefur sín.. fyritæki.......... skrásett ......"öööö......Geir ertu að róa Davíð eða ertu að reyna fá Ögmund vinstri grænan með þér heim af ballinu. Þetta er ekki trúverðugt Geir. Hlusta hér
p.s. Færslan fyrir neðan var sett inn í skjóli þess að feminista félagið Bríet er að halda sinn árlega baráttufund ....ég gleymdi að hugsa til þess þegar þau koma blindfull heim á eftir og hrauna yfir færsluna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.3.2007 | 23:32
Klámið selur
Það er alveg á hreinu að ég ætla að fara að dæmi Guðbjargar Hildar Kolbeinsdóttur á morgun og skrifa erótískar / klámlýsingar í bloggið mitt. Það eru 8000 manns búnir að lesa bloggið hennar í dag. Er hún þar með komin í hóp vinsæla bloggara.
Áttaþúsund, það eru bara þrettánþúsund búnir að lesa hana frá upphafi. Það er margsannað að klámið selur og er Guðbjörg búin að gera lýðnum það ljóst á baráttudegi kvenna.
ps
Guðbjörg mundu að borða bananan þinn þversum á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.3.2007 | 19:53
einföldum þetta aðeins
Afhverju skil ég þetta ekki? Ímyndum okkur að eftir af þjóðinni væru bara hjónin Gunna og Jón.
Þetta er Gunnu og Jóns eign eða þetta er sameign Gunnu og Jóns. Hvort henntar betur ?. Erum við apar? Á ekki að fara að kjósa ? Ég meika ekki þessa stjórn lengur. Hún er nákvæmlega jafn vitlaus og hún lítur út fyrir að vera (Sjá mynd við grein)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2007 | 10:01
Barátta kvenna
Þessi Guðbjörg er eitthvað að misskilja baráttudag kvenna, held þetta snúist ekki um að berja á öðrum konum.
Hvað fær fólk til að láta svona?? Ætli Guðbjörg geri sér ekki grein fyrir því að stelpan á myndinni hefur tilfinningar. Held það sé einmitt þetta sem eyðileggur mest fyrir konum. Munum að bera virðingu fyrir náunganum, hvernig sem hann er.
En stelpur til hamingju með daginn og verið góðar hvor við aðra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2007 | 22:59
Er sýslumaðurinn líka slakur ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2007 | 22:08
...hafa það óþvegið, takk.
Djöfull held ég að þeir séu að láta Hleb hafa það óþvegið í sturtunni núna, loft með eins og Guðmundur þurfti að þola.
Hvað er að Hleb? og hvað þýðir að láta e-h hafa það óþvegið? Eða frekar hvað var það sem var óþvegið? Þetta gamla orðatiltæki vekur bara upp spurningar .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 19:26
Smá stress
Lehman, Gallas, Toure, Gilberto, Clichy, Hleb, Fabregas, Denilson, Ljungberg, Adebayor, Baptista
Spurning hvort það sé verið að fuck-a í mér, engin Henry, hélt hann væri orðin góður. Er Gallas þá í h-bakverði? táningar á miðjumenn 18 og 19. Er þetta of persónulegt blog. Sé ekki alveg þessa tvo vinna saman frammi, vill Wallcot með Baptista. Þetta er kannski of mikill hluti af sjálfum mér svo ég geti bloggað um það. Er þetta fuckings liðið. Eins gott að við vinnum, annars kem ég aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 11:01
Ferðasaga úr ókunnugri borg
London er frábær. Ég fann reyndar fljótlega til vanmáttar að eiga ekki city-trefil svona marglita, ég átti þannig trefil þegar ég var ca 20 ára, fekk hann í jólagjöf. En í London er svona trefill stalbúnaður.
Í stórborgum líður mér mjög vel nema þegar kemur að því að rata, Þá er ég svolítið eins og mér hafi verið hent út úr 17. öld.
Einn ferðafélaga minna er rat-rotta. Þegar ég var að skrifa ratrotta fór ég að spá hvort það væri nýyrði og google-aði því, þá kom bara þessi síða, ég skil ekki allt sem stendur þarna, en ef það særir blyggðunarkennd netlöggunar hans Steingríms Joð þá er ég ekki í góðum málum. En sem sagt Stebbi ratar út um allt, hvort sem er um áhugaverðustu staði eða dimmustu skúmaskot Lundúna.
Við reyndum að halda okkur þar sem dúfur eru, þá er maður öruggur með skjól, mat og drykk. Þegar kom að mat og drykk, voru menn mis duglegir að kynda seðilinn og skilur maður núna afhverju seðlinum er misskipt.
Fyrstu nóttina svaf ég með Ljóninu í herbergi, hann vakti mig stanslaust milli 04.00 og 07.00 með dylgjur um að ég væri að hrjóta. Leyfði mér svo, daginn eftir, að hlusta á upptöku að meintum hrotum mínum. Kom þá hið sanna í ljós, þetta gat ekki verið ég því greinilega heyrðist ég svara spurningum hljóðmannsins meðan á upptöku stóð. Enn hefur ekki verið fundið út hver hraut, en verður upptakan sett hér inn von bráðar.
Í breskum tryggingalögum eru áfengis einingar taldar í unit-um þ.e.a.s eitt unit er bjór, léttvínsglas eða einfaldur sterkur drykkur. Einhverjum úr hópnum hefði verið neitað um sun-tryggingu á mánudag.
Í london sá ég : skrýtnasta nef í bretlandi, styttu af big ben, homma í sleik, fallegasta völl í heimi, hest að kúka, lest, indverskan-, grískan- og sænskan þjón og málaðan mann sem hreyfði sig hægt. Þess vegna mæli ég sérstaklega með þessari höfuðborg evrópu.
Þangað er einfaldast að ferðast með flugvél, þó vissulega sé ævintýraljómi yfir siglingaleiðinni þangað. Þeirra aðal gjaldmiðill er pund, þó hægt sé að greiða með íslenskri krónu.
Sennilega héf ég ekki hlegið jafn mikið eina helgi og þessa helgi í London enda ferðafélaganir til fyrimyndar, alveg elegans og mæli ég sérstaklega með þeim fyrir alla þá sem vilja sækja borgina heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)