6.3.2007 | 23:50
Sammála
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2007 | 16:36
Framsókn for ever
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2007 | 13:51
Rock
Það snýst ekki bara um Britney og Paris Hilton. Nauðsynlegt til aflestrar og ætti helst að liggja frammi á öllum kaffihúsum. Nú er Vitinn kominn á netið, lesið her.
Það er bara eitthvað svo mikill munur á þessu og trend-underground blöðunum í Rvk. Það má því réttilega halda því fram að menning okkar sé enn full af fjölbreytileika.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2007 | 20:29
Hvað er í gangi?
Ég var í London í þrjá daga og átti von á því að lífið heima væri í nokkuð góðu jafnvægi. En nei ég hef gleymt að láta einhvern passa liðið.
Sif vill slíta stjórnarsamstarfinu. Sigurður Kári vill að Sif segji af sér. Búið er að stofna tvo nýja flokka. Ég hugsa mig um áður en ég fer aftur út. Hvar er DO hann hafði þó aga á þessu liði, gat engin hótað Ómari og var ekki bara hægt að lofa gamla fólkinu einhverju?
Svo horfði ég á Silfrið áðan og þar var Gummi Steingríms frábær, virkilega hæfur maður þar á ferð. En ég skil ekki afhverju Sóley Tómasdóttir tók það svona nærri sér þegar hún var spurð hvort VG mundu selja sig dýrt. Feministinn Steingrímur J Sigfússon sagðist ætla að selja sig dýrt. Hvet ykkur til að horfa á byrjunina á Silfrinu.
Svo voru merkilegar kvöldfréttir á rúv áðan. Þar var Jón sálugi Sigurðsson spurðuhvort stjórnarsamstarfið gengi illa og hann svaraði "finnst þér það?" já svaraði fréttamaðurinn og þá kom "Þ'A FINNST Þ'ER ÞAÐ !!! " Það er hvernig maður segir það, Jón.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.3.2007 | 03:20
London
Vááá´cool þema að nefna pistlana eftir borgunum sem þeir gerast í.
Nú er ég vaknaður fyrir allar aldir, því lundúnir bíða mín. Þangað er ég farinn til að gera áframhald á tilraunum mínum. Ég mun m.a. gera tilraunir með lestakerfi þeirra, sem er gríðarlega flókið en þó allt á ensku. Einnig mun ég gera tilraunir á Arsenal-liðinu, samskonar og ég gerði á handboltaliði Ögra.
Nú bíð ég bara eftir Leó, Stebba, Elvari og Sigga ( hér eftir nefndir ferðafélagar ) en við erum allir fimm að fara með leigubíl á Leifsstöð. Svo er stóra spurningin. Kemur einhver ferðafélaginn með bjór í leigubílinn, en hvað er ég svosem að hugsa um það? Strákurinn að mestu laus við áfenisdjöfulinn.
Nú kveð ég, en reyni að skrifa ef ég finn net-coffe-house.
ps Reynið að finna svar við færslunni fyrir neðan, kommentið tilgátur............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.3.2007 | 00:16
Hummm...Mjög skrítið !
Eru framsóknarmenn að láta af því liggja að Steingrímur J Sigfússon eigi hagsmuna að gæta ???
"Þingmenn Framsóknarflokksins gerðu Steingrími J. greinilega nokkurn grikk á þingi í dag með því að minna hann á að innan við tvö ár eru síðan að fram kom af hans hálfu í þingumræðu að Neðri-Þjórsá væri mjög eðlilegan virkjunarkost. Sagði hann þá ennfremur að vinstri grænir hefðu í sveitarstjórnum stutt stóriðju á Grundartanga og Húsavík og virkjanir á Hellisheiði vegna stækkunar í Straumsvík. Athygli vakti að Steingrímur vék sér undan því að svara. Hann koðnaði niður undan spurningum og athugasemdum alþingismannanna Guðjóns Ólafs Jónssonar og Hjálmars Árnasonar. Enda er þetta frekar pínlegt fyrir mann sem sveipar sig fagurgrænumÞingmenn Framsóknarflokksins gerðu Steingrími J. greinilega nokkurn grikk á þingi í dag með því að minna hann á að innan við tvö ár eru síðan að fram kom af hans hálfu í þingumræðu að Neðri-Þjórsá væri mjög eðlilegan virkjunarkost. Sagði hann þá ennfremur að vinstri grænir hefðu í sveitarstjórnum stutt stóriðju á Grundartanga og Húsavík og virkjanir á Hellisheiði vegna stækkunar í Straumsvík. Athygli vakti að Steingrímur vék sér undan því að svara. Hann koðnaði niður undan spurningum og athugasemdum alþingismannanna Guðjóns Ólafs Jónssonar og Hjálmars Árnasonar."
heimild stebbifr.blog.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 13:58
Eyjar
Ég var að spá í afhverju klámráðstefnugestir hefðu ekki þorað að fara til vestmannaeyja. Hvernig fengu þeir niðurstöðu að þeir væru ekki öruggir í eyjum. Hvað vita þeir um eyjar? Hvar fá þeir upplýsingar um eyjar? Ég prófaði að google "vestmannaeyjar" og hvað fekk ég:
1. Mynd af þjóðhátíð. 2. Myndir af eldgosi í miðjum bæ. 3. Nýlega mynd af Árna Johnsen. 4.Sögu um að Hjörleifur hafi verið drepinn.
ég skil alveg að þau hafi óttast um öryggi sitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2007 | 12:02
Höfn
Flaug á Höfn í gær, flaug yfir landið þegar sólin var að setjast, það var virkilega fallegt. Ég sat í annari gluggaröð og sá því vel, bæði til hliðar og eins fram, framhjá flugmönnunum. Ég hugsaði um það í aðfluginu, að ég hafði aldrei lent á Höfn, sá svo að flugstjórinn var í sömu sporum og ég, hafði aldrei lent þar áður. Það perlaði svitinn af enni hans, en þrátt fyrir það stóð hann sig mjög vel ef frá er talið auknablikið þegar hjólin snertu brautina. Eftir á að hyggja hefði ég ekki treyst neinum betur í allri vélinni til að lenda þarna en einmitt flugstjóranum.
'A Höfn er engin fríhöfn, en hægt að kaupa sígó í sjoppunni. Annars frekar öðruvísi bær, ekki sjávarþorp og ekki alveg þjónustubær. Kraftmikið og bjartsýnt fólk sem býr á Höfn, lætur ekki ríkisstjórnina kúga sig, rís upp, segir hvað það vill og þau vita að það verða breytingar á ríkisstjórninni í vor. Ég hlakka til að fara aftur þangað því ég fann kraftinn í fólkinu.
Keyrði heim í nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 05:11
1.mars
Það er bjórdagur og nú var vsk-urinn að fara niður í 7 %. Fer bjórinn úr 600 kr í ca 512 kr í fyrramálið?. Þá fær maður 488kr til baka af 1000 kr. 12 peninga. Það verður gaman að vera með alla vasa fulla af klinki.
Hver fylgdist með hvort Bónus og Krónan lækkuðu sín verð ? Þau voru búinn að því, segja þau.
Ég er orðinn sifjaður og þá fer ég að gera samsæriskenningar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.2.2007 | 10:40
Tilraun 2
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)