Má bjóða ykkur eitthvað annað?

Hvernig væri nú að taka á vandamálinu og hætta að kjósa íhaldið

Jón Gerhard

Hér er Hreinn Loftson að leiðrétta Palla. Mikið væri ég til í að heyra Davíð Oddsson segja Jón Gerhard hratt.

 

Alrangt hjá þér Páll, að ég hafi breytt framburði mínum.  Davíð nefndi bæði nafn Jóns Geralds og Nordica á fundi okkar í Lundúnum 26. janúar 2002.  Í réttinum í gær gat ég þess að um þetta atriði væri ágreiningur á milli mín og Davíðs.  Ég þekkti ekki manninn áður en ég hitti Davíð og hélt að hann héti Jón "Gerhard" en þannig var hann nefndur af Davíð á fundinum.  Þetta var leiðrétt nokkrum dögum síðar þegar ég hitti þá Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggva Jónsson.

Óskráður (Hreinn Loftsson), 27.2.2007 kl. 13:23

11

Og eitt enn fyrst ég er að svara þér á annað borð.  Davíð Oddssyni voru aldrei boðnar mútur eða tilraun gerð til þess að bera á hann mútur á fundi okkar í Lundúnum, 26. janúar 2002.  Leyfi ég mér í eitt skipti fyrir öll að mótmæla þessari aðdróttun þannig að þau mótmæli liggi fyrir á þessari síðu.

Óskráður (Hreinn Loftsson), 27.2.2007 kl. 13:38


Palli og Varði

Hvaða sálrænu áhrif ætli það hafi á menn að bera sama nafn og leikbrúða á uppvaxtar og þroska árunum? Ætli menn vilji þá bara að lakkrís læki og lýsi hækki ? Þessi maður er hálfgerður sveppur.


Tilraun 1

Hef verið mikið í bústað í Grímsnesinu undanfarið. Þar hef ég gefið "meintum" fuglum brauð á hverjum morgni. Ég ríf 2-3 brauðsneiðar niður á milli sex og átta á morgnana. Eg kem oft seint heim eftir erfiðan vinnudag og þá er brauðið búið. Í fyrstu taldi ég öruggt að hér væri um fugla að ræða og hef sagt mínum nánustu að ég hugsi vel um náttúruna, Þrastaskóg og það sem í honum býr.

En svo fór ég að efast um að kannski væru þetta ekki fuglar sem myndu borða brauðið, þannig að ég gerði smá könnun, hún er ekki vísindaleg en með leyfi höfundar er ykkur óhætt að vísa í hana. Ég sett banana á pallinn hjá bústaðnum í gærmorgun og þegar ég kom heim, seinnipartinn, var hann þar enn. Það segir okkur að ekki búi viltar apategundir í Þrastaskógi.

Eyþór Arnalds er vinur minn

Jæja þá er maður búinn að eignast fyrsta vininn, mér líður smá eins og þegar ég fékk bílpróf. Sætasta stelpan vildi fá far hjá mér á ballið, svo ég helt ég fengi eitthvað hjá henni í staðinn, en nei, hún var ekki til í að gera sitt gagn eins og sagt er. Brennt barn forðast eldinn, þannig að Eyþór minn þú skalt ekki láta þér detta það í hug að ég ætli að fara skutla þér Reykjavík-Selfoss- Hreiðurborg út í eitt. Við höldum vinskapnum hér.Kannski er ég of grimmur, kannski brenndur eftir sætu stelpuna, en nú ætla ég að vera jákvæður og taka fyrst netvini mínum opnum örmum. Maður á ekki að dæma fólk af útlitinu og Eyþór því segi ég megi vinátta okkar vara um alla eilífð.

..ef þú átt vin í raun

Hvernig eignast maður vini? Núna er ég búinn að búa í blog-hverfinu í 5 daga, en á engan vin. Svo koma svona new-kids-on-the-blog-gaurar eins og Eyþór Arnalds og á fyrsta degi á hann 28 vini !!! Ég hefði haldið að það yrði akkurat öfugt, það er sko ég sem er með bílpróf........

Allir litir regnbogans

Núna kvíður mér fyrir næsta geðvonskukasti hjá Davíð Odds og óska þess heitt að hann hækki ekki stýrisvextina. Ég sem var svo fegin þegar hann hætti sem formaður sjálfstæðisflokksins, en mikið vildi ég finna leið til að fá hann aftur.

Eftir að hann hætti hefur hver höndin verið upp á móti annari. Þar er engin festa og flokksmenn vita ekkert hver verður stefna flokksins á morgun og hver myndar þá stefnu. Geir gerir ekki sama gagn og Davíð, það er alveg ljóst.

Davíð var alveg vitlaus þegar fálkinn á mogganum varð bleikur í vor.

'I morgun varð hann grænn en Davíð segir að hann eigi að vera blár, samt ekki ljósblár.

Ég er farinn að halda að blái liturinn standi fyrir það sama og blái liturinn á myndunum í Hagavídeó.


Það er svolítið eins, liðið hans Sveins

Þetta skyrir kannski færsluna fyrir neðan, rússnesk kosning. Takið eftir fréttatilkynningarbragnum á þessari frétt, þau voru öll kosinn með rússneskri aðferð en í "fréttinni " er talað um að Steingrímur hafi verið kosinn með miklu lófaklappi og " Engin mótframboð voru til formanns og varaformanns.Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var kjörin nýr gjaldkeri flokksins en þær Sóley voru einnig sjálfkjörnar".

Öll fjögur fengu rússneska kosningu. 


Guð forði okkur frá VG

Þessi ályktun er ótrúleg. Var samstaðan algjör?  Ég hefði viljað vera á fundinum og sjá og heyra þetta fólk tala um "klámfólkið"

Þessi ráðstefna vg er sennilega öll sannfærð um að það sé búið að gera heiminn betri.

Ég er nokkuð viss um að hótel saga verður kærð og jafnvel eitthvað af þessu ofstækisfulla fólki verður kært fyrir ærumeiðingar.

 


Árni játar

Já það var ekki Árni Johnsen núna, heldur nafni hans og flokksbróðir Árni Mathiesen sem gerði síðustu játningu. Það er samt ekkert fyndið að kalla þá járnana, er það?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband