Vegna auglýsinga Gámaþjónustunnar

Aðeins hefur borið á því á Suðurlandi, eftir auglýsingu Gámaþjónustunnar í Blaðinu  fyrir tveimur vikum (sjá hér á bls 27 ) að fólk er að setja ketti beint í úrgangs-tunnuna.  Þetta ástand er að sjálfsögðu algjörlega óviðunandi.

  Nú hefur Kattholt hins vegar tekið upp samstarf við Halldór Björnsson garðyrkjufræðing og báðu þau mig um að koma þeim skilaboðum áleiðis, að framvegis verður einnig tekið við köttum á heimilli Halldórs að Hrafnhólum 3 á Selfossi.  Samkvæmt kattarsálfræðirannsóknum er talið að kettir aðlagist best nýju heimilli, ef komið er með þá að næturlagi og þeir settir inn um glugga.  Það er því eindreigin ósk Halldórs að kettir verði settir inn um stofugluggann að heimilli hans eftir miðnætti alla daga vikunnar.     
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 8.6.2007 kl. 17:13

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Múhahaha.. hressandi á föstudegi.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 8.6.2007 kl. 17:25

3 Smámynd: Rúnarsdóttir

Gæska þín á sér enga hliðstæðu í hinum vestræna heimi Tómas. Þú gefur af takmörkuðum tíma þínum til að hjálpa mönnum og málleysingjum og bætir heiminn á hverjum degi. Við mættum öll taka þig okkur til fyrirmyndar og ég veit að ég mæli fyrir munn Halldórs Björnssonar þegar ég segi: Takk fyrir allt Tommi minn.

Rúnarsdóttir, 8.6.2007 kl. 17:56

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er náttúrulega einstakt framtak hjá Halldóri. Alveg einstakt. Ég er jafn viss og ég sit hér, að hann fær mörg prik hjá Himnafeðgum fyrir þetta.

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.6.2007 kl. 20:44

5 identicon

Hmm..vildi að ég hefði vitað af honum Halldóri áður en ég sendi kettina mína 2 til feðra sinna vegna búferla...

Auður (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 20:59

6 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já Halldór er búinn að vera einstakur í því að slá og bera á túnið hjá mér, eins og ég héf áður bloggað um.  Þá vissi ég bara ekki hver hafði hugsað svona vel um garðinn minn.  Núna er því komið að skuldadögum hjá mér og fannst mér sjálfsagt að verða við ósk hans, um að koma þessu á framfæri.

Tómas Þóroddsson, 8.6.2007 kl. 21:46

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Skepna!!

Heiða B. Heiðars, 8.6.2007 kl. 21:52

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég get séð lögfræðinginn hans Halldórs héðan.

Jóna Á. Gísladóttir, 8.6.2007 kl. 23:04

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Dísess!

Heiða Þórðar, 8.6.2007 kl. 23:31

10 Smámynd: Halla Rut

Nú er bara að finna kött.

Halla Rut , 9.6.2007 kl. 00:17

11 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

With friends like that, who needs enemies? Eða er þetta kannski ekki vinur þinn ... ?

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.6.2007 kl. 01:10

12 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Alltaf gaman á selfossi

það kryddar tilveruna að eiga svona nágranna. Hér er svo fínn kisi,virkar blíður og góður, alveg skælbrosandi....

Guðríður Pétursdóttir, 10.6.2007 kl. 00:31

13 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Úff!! eins gott að svona auglýsing birtist ekki í emeríku... Menn færu í mál við gámaþjónustuna í umvörpum....

Aðalheiður Ámundadóttir, 10.6.2007 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband